Fimmtudagur 08.01.2015 - 20:30 - FB ummæli ()

Neyðarbrautin gerði gæfumuninn í dag

Neyðarbrautin skiptir máli eins og heldur betur sannaðist í dag. Það er mikilvægt hagsmunamál fyrir okkur öll að henni verði ekki lokað eins og meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í broddi fylkingar.  Meirihlutinn í borgarstjórn hefur samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að neyðarbrautin fari og er ekki lengur gert ráð fyrir neyðarbrautinni á skipulagi. Í dag sannaðist það heldur betur að við sem höfum haldið fram mikilvægi brautarinnar höfum haft rétt fyrir okkur í málflutningi okkar og ekki er um tilfinningaklám að ræða eins og einn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar orðaði það:

http://kristinsoffia.tumblr.com/post/84519296200/tilfinningaklam

Neyðarbrautin gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag og og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni sem ríkti á flugvellinum eins og fram kemur á visir.is:

http://www.visir.is/litla-neydarbrautin-hjalpadi-sjukra–og-innanlandsfluginu/article/2015150109212

 

 

Flokkar: Flugvöllur

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur