Föstudagur 13.11.2015 - 21:19 - FB ummæli ()

Upplýsingar til Brynjars

Vegna ummæla Brynjars Harðarsonar sem fram koma í Kjarnanum í dag http://kjarninn.is/frettir/2015-11-13-segir-flugvallarvini-hafa-haldid-uppi-miklu-arodursstridi-i-gegnum-fjolmidla/

er rétt að benda á eftirfarandi:

  1. Flugbraut 06/24 er kölluð neyðarbrautin vegna þess að hún er notuð þegar ekki er hægt að lenda á hinum tveimur flugbrautunum vegna veðurs eins og ítrekað gerðist síðasta vetur.
  2. Í niðurstöðu Samgöngustofu frá því í sumar um áhættumatið kemur fram að áhættumat Isavia nái hvorki til áhrifa á flugvallarkerfi landsins í heild sinni, neyðarskipulags Almannavarna, áhrifa á sjúkraflutninga né fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur. Þá kemur fram að Samgöngustofa minnir á að gera þurfi sérstakt áhættumat um framkvæmd breytingarinnar komi til þess að ákveðið verði að loka flugbraut 06/24.
  3. Þá lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tillögu til að leysa málið fyrir rúmu ári síðan en á fundi borgarráðs 23. október 2014 lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram svohljóðandi tillögu:

Gerð er tillaga um að Reykjavíkurborg hefji án tafar viðræður við félög tengd uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu um að finna lausn á fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi Hlíðarenda þannig að fyrirhugaðar byggingar komist fyrir á reitnum án þess að vera hindrun fyrir flugbraut 06/24 eða svokallaða „neyðarbraut“ svo hún geti áfram haldið hlutverki sínu þrátt fyrir uppbyggingu á Hlíðarenda og allir hagsmunaaðilar geti vel við unað.

Tillagan var tekin til afgreiðslu á fundi borgarráðs 18. desember 2014 og var felld af meirihlutanum og Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá.

Flokkar: Flugvöllur

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur