Miðvikudagur 23.03.2016 - 15:21 - FB ummæli ()

„Lokið brautinni eða takið svæðið eignarnámi“

Niðurstaða héraðsdóms í svokölluðu neyðarbrautarmáli byggir á samningi Hönnu Birnu við Jón Gnarr í október 2013.  Málið er dæmt á grundvelli meginreglu íslensk réttar að samningar skuli halda en ekki á því hvort það sé „áhættulaust“ að loka brautinni.

Í niðurstöðu dómsins er hins vegar að finna leiðbeiningar um það hvað þingið getur gert ef það vill ekki loka brautinni: „Í krafti almennra heimilda sinna getur Alþingi einnig, ef því er að skipta, gefið ráðherra fyrirmæli um framkvæmd málefna Reykjavíkurflugvallar, svo og sett sérstök lög um málefni vallarins, þ. á m. um stærð og umfang flugvallarins, eftir atvikum þannig að kveðið sé á um heimildir til eignarnáms vegna ákvæðis 72. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 10. gr. laga nr. 97/1995, og forgang laganna gagnvart hvers kyns áætlunum sveitarstjórna samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010. Hvað sem líður þessum heimildum Alþingis telur dómurinn að ekki fari á milli mála að innanríkisráðherra var til þess bær að taka ákvarðanir um breytingar á Reykjavíkurflugvelli í október 2013, svo sem með fækkun flugbrauta eða jafnvel lokun flugvallarins ef því var að skipta.“

Í stuttu máli er niðurstaðan sú að þar sem dómarinn telur sig ekki geta annað en dæmt á grundvelli meginreglunnar að samningar skuli halda geti Alþingi hins vegar í krafti almennra heimilda sinna tekið þetta svæði eignarnámi. 

Flokkar: Flugvöllur

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur