Þriðjudagur 21.03.2017 - 11:26 - FB ummæli ()

Stofnframlög Reykjavíkurborgar vegna íbúðanna sem Bjarg mun byggja

Á grundvelli samkomulags síðustu ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins um byggingu íbúða á grundvelli nýrra laga um almennar íbúðir sem kveða á um stofnframlög var samþykkt á síðasta borgarráðsfundi að úthluta lóðum og byggingarrétti fyrir samtals 236 íbúðir til Íbúðafélagsins Bjargs hses., sem rekið er án hagnaðarmarkmiða, en stofnendur þess eru ASÍ og BSRB. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að ódýru, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði.

Um er að ræða lóðir við Móaveg 2–4, en þar er gert ráð fyrir 120 íbúðum, við Urðarbrunn 33–35 og 130–134, en þar er gert ráð fyrir 53 íbúðum og við Hallgerðargötu á Kirkjusandi, en þar er gert ráð fyrir 63 íbúðum. Stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar eftir 2 ár.

Samkvæmt lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir er meginreglan sú að stofnframlag ríkisins skal nema 18% af stofnvirði almennrar íbúðar og stofnframlag sveitarfélags skal nema 12% af stofnvirði almennrar íbúðar. Samkvæmt lögunum getur stofnframlag sveitarfélaga falist í beinu framlagi, úthlutun lóðar eða lækkun eða niðurfellingu á gjöldum sem umsækjanda ber að standa skil á til sveitarfélagsins vegna íbúðanna.

Í úthlutunarbréfunum kemur eftirfarandi fram varðandi greiðslurnar sem Bjargi ber að greiða og hvaða upphæð það er sem fellur niður á grundvelli laganna vegna 12% stofnframlags Reykjavíkurborgar.

Móavegur 2-4

Lóðir og byggingarréttur við Móaveg 2-4 fyrir fjölbýlishús fyrir 120 íbúðir og verslunar- og þjónustuhúsnæði á 1. hæð, 500 fermetrar eða samtals 10.880 fermetrar ofanjarðar og 7.950 fermetrar neðanjarðar að stærð (A) rými og 2.550 fermetrar í B-rými. Heildarfermetrar heimilaðra bygginga á lóðinni er (brúttó) er 18.830.- fermetrar

Gatnagerðargjald, miðað við 10.880 fermetra hús ofanjarðar og 7.950 fermetrar húsi neðanjarðar (bílakjallari) með 120 íbúðir og verslunar- og þjónustuhúsnæði er kr. 128.381.480.-  Gert er ráð fyrir að allur kjallarinn verði nýttur sem bílakjallari við álagningu gatnagerðargjalds. Komi í ljós við innlagningu aðaluppdrátta að rými í kjallara er ekki nýtt sem bílakjallari þá miðast álagning gatnagerðargjald við það og leiðréttist sem nemur gatnagerðargjaldi á nýtanlega fermetra í annað en bílakjallara.

Greitt er kr. 489.600.000.- sem miðast við byggingarmagn ofanjarðar fyrir byggingarréttinn. Samtals er greitt fyrir byggingarréttinn að meðtöldu gatnagerðargjaldi kr. 617.981.480.- Greiðsla fyrir byggingarréttinn gengur til uppgjörs á 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar á framlagi til byggingu íbúða á grundvelli laga nr. 52/2016.

Lóðarhafi skuldbindur sig til þess að framselja á kostnaðarverði íbúða auk sameignar og hlutdeildar í bílakjallara 20% íbúða til Félagsbústaða hf.

Gjalddagi gatnagerðargjalda og 20% byggingarréttar vegna leiguíbúða ASÍ er 90 dagar frá samþykki borgarráðs fyrir framlagi byggingarréttar skv. lögum 52/2016.

Verði samþykkt byggingarleyfi fyrir stærra hús á lóðinni en sem nemur þeirri viðmiðunarstærð sem tilgreind er fyrir lóðina, skal greitt viðbótargatnagerðargjald samkvæmt gildandi gjaldskrá gatnagerðargjalda hverju sinni. Viðbótargatnagerðargjaldið skal greitt áður en byggingaleyfi er gefið út. Ef byggingarréttur á lóðinni eykst eða samþykkt er breytt húsagerð áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til þess að endurskoða söluverð byggingarréttar á lóðinni og/eða innheimta greiðslu fyrir aukinn byggingarrétt.Verði samþykkt nýtt deiliskipulag sem heimilar minna byggingarmagn endurgreiðist mismunur á samþykktu byggingarmagni hlutfallslega miðað við ofangreint verð byggingarréttar og fjárhæð gatnagerðargjalda. Tengigjald fráveitu er áætlað kr. 391.586.- fyrir lóðina miðað við byggingavísitölu mars mánaðar og annast Veitur innheimtu gjaldsins.

Urðarbrunnur 33-35 og 130-134

Lóðir og byggingarréttur við Urðarbrunn 130-134, fjölbýlishús fyrir 30 íbúðir, 4120 fermetra að stærð auk 1308 fermetra bílakjallara og Urðarbrunn 33-35, fjölbýlishús fyrir 23 íbúðir og 3.307 fermetra að stærð auk 1025 bílakjallara. Heildarfermetrar heimilaðra bygginga fyrir íbúðir á báðum lóðunum eru 7427 (brúttó).

Gatnagerðargjald, miðað við 3.307 fermetra hús með 23 íbúðir er kr. 36.363.772 og fyrir 4.120 fermetra hús og 30 íbúðir er kr. 45.303.520.- Samtals eru greidd gatnagerðargjöld fyrir bílakjallara kr. 2.565.367. Samtals eru greidd gatnagerðargjöld kr. 84.232.659.

Greitt er kr. 334.215.000.- fyrir byggingarréttinn. Samtals er greitt fyrir byggingarréttinn að meðtöldu gatnagerðargjaldi kr.418.447.659.- Greiðsla fyrir byggingarréttinn gengur til uppgjörs á 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar á framlagi til byggingar íbúða á grundvelli laga nr. 52/2016. Verði breytt nýting á kjallara eða hann stærri en útreikningar reikna hér með reiknast viðbótargatnagerðargjald sem af þeirri breytingu leiðir.

Lóðarhafi skuldbindur sig til þess að framselja á kostnaðarverði íbúða auk sameignar og hlutdeildar í bílakjallara 20% íbúða til Félagsbústaða.

Gjalddagi gatnagerðargjalda og 20% byggingarréttar vegna leiguíbúða ASÍ er 90 dagar frá samþykki borgarráðs fyrir framlagi byggingarréttar skv. lögum 52/2016.

Verði samþykkt byggingarleyfi fyrir stærra hús á lóðinni en sem nemur þeirri viðmiðunarstærð sem tilgreind er fyrir lóðina, skal greitt viðbótargatnagerðargjald samkvæmt gildandi gjaldskrá gatnagerðargjalda hverju sinni. Viðbótargatnagerðargjaldið skal greitt áður en byggingaleyfi er gefið út. Ef byggingarréttur á lóðinni eykst eða samþykkt er breytt húsagerð áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til þess að endurskoða söluverð byggingarréttar á lóðinni og/eða innheimta greiðslu fyrir aukinn byggingarrétt. Verði samþykkt minna byggingarmagn með breyttu deilskipulagi endurgreiðist mismunur á á samþykktu deiliskipulagi hlutfallslega miðað við ofangreint verð byggingarréttar og fjárhæð gatnagerðargjalda. Tengigjald fráveitu er áætlað kr. 391.586.- fyrir hvora lóð miðað við byggingavísitölu mars mánaðar og annast Veitur innheimtu gjaldsins.

Hallgerðargata

Lóðir og byggingarréttur á lóðum G og H við Hallgerðargötu (á Kirkjusandslóð) fjölbýlishús fyrir 63 íbúðir og sem heimilar 6.300 fermetra ofanjarðar og 5.500 fermetra kjallara/bílageymslur.

Gatnagerðargjald, er miðað við 5.300 fermetra hús á G lóð með 28 íbúðir er kr. 33.537.800.- þar af 2.500 fermetra bílakjallara kr. 2.749.000.- og fyrir 6.500 fermetra hús á H lóð með 35 íbúðum kr. 41.784.800.- þar af 3.000 fermetra bílakjallara kr. 3.298.800.- eða samtals í gatnagerðargjöld kr. 75.322.600.-

Greitt er fyrir byggingarrétt á báðum lóðunum kr. 283.500.000.- Samtals er greitt fyrir byggingarréttinn að meðtöldu gatnagerðargjaldi kr. 358.822.600.- Greiðsla fyrir byggingarréttinn gengur til uppgjörs á 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar á framlagi til byggingar íbúða á grundvelli laga nr. 52/2016.

Lóðarhafi skuldbindur sig til þess að framselja á kostnaðarverði íbúða auk sameignar og hlutdeildar í bílakjallara 20% íbúða til Félagsbústaða.

Gjalddagi gatnagerðargjalda og byggingarréttar er 90 dagar frá samþykki borgarráðs fyrir framlagi byggingarréttar skv. lögum 52/2016.

Verði samþykkt byggingarleyfi fyrir stærra hús á lóðinni en sem nemur þeirri viðmiðunarstærð sem tilgreind er fyrir lóðina, skal greitt viðbótargatnagerðargjald samkvæmt gildandi gjaldskrá gatnagerðargjalda hverju sinni. Viðbótargatnagerðargjaldið skal greitt áður en byggingaleyfi er gefið út. Hlutfall bílgeymslna í útreikningi á gatnagerðargjaldi er 100%. Sé hluti kjallarans ekki tekið undir bílgeymslu leiðir það til hækkunar gatnagerðargjalds þegar það verður lagt á. Ef byggingarréttur á lóðinni eykst eða samþykkt er breytt húsagerð áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til þess að endurskoða söluverð byggingarréttar á lóðinni og/eða innheimta greiðslu fyrir aukinn byggingarrétt. Tengigjald fráveitu er áætlað kr. 391.586.- fyrir hvora lóð miðað við byggingavísitölu mars mánaðar og annast Veitur innheimtu gjaldsins.

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur