Færslur fyrir flokkinn ‘Flugvöllur’

Miðvikudagur 18.02 2015 - 23:34

Byrjað á öfugum enda

Hefði ekki verið eðlilegt að búið væri að gefa grænt ljós á að loka flugbraut 06/24, svokallaðri neyðarbraut, áður en brautin er tekin af skipulagi og áður en framkvæmdir hefjast á Hlíðarendasvæðinu? Nei það finnst Samfylkingunni, Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Pírötum, ekki vera málið. Í þeirra huga er brautin ekki lengur til. Hinn 1. […]

Laugardagur 07.02 2015 - 16:04

Verður deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar fellt úr gildi?

Á borgarstjórnarfundi sem haldinn var síðasta þriðjudag settum við í Framsókn og flugvallarvinum á dagskrá fundarins umræður um deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar (sem samþykkt var af Samfylkingu, Besta flokknum og VG í lok síðasta kjörtímabils) en við teljum líkur á því að ákvæðum skipulagslaga hafi ekki verið fylgt við meðferð málsins þar sem deiliskipulagið var samþykkt á grundvelli umsagnar […]

Föstudagur 30.01 2015 - 14:56

Áhættumatshópurinn og neyðarbrautin

Í fréttum nú í janúar hefur verið sagt frá því að í nokkrum tilvikum hafi einungis verið hægt að lenda á NA-SV flugbraut (06/24) Reykjavíkurflugvallar eða svokallaðri neyðarbraut vegna veðurs. Hafi brautin gert gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi fimmtudaginn 8. janúar sl. og tryggt jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanáttinni sem ríkti á flugvellinum þann […]

Fimmtudagur 08.01 2015 - 20:30

Neyðarbrautin gerði gæfumuninn í dag

Neyðarbrautin skiptir máli eins og heldur betur sannaðist í dag. Það er mikilvægt hagsmunamál fyrir okkur öll að henni verði ekki lokað eins og meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í broddi fylkingar.  Meirihlutinn í borgarstjórn hefur samþykkt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir því að neyðarbrautin fari og er ekki lengur […]

Fimmtudagur 06.11 2014 - 12:26

Neyðarbrautin: Vilji er allt sem þarf

Í morgun var haldinn fundur í at­vinnu­vega- og um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­um Alþing­is í kjöl­far þess að um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar samþykkti deili­skipu­lag fyr­ir Hlíðar­enda­svæðið í gær. Dagur borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs voru boðaðir á fundinn en þeir afboðuðu sig. Á fundinum sagði Friðrik Pálsson frá sam­tök­un­um Hjart­anu í Vatns­mýr­inni að NA/SV-braut […]

Miðvikudagur 22.10 2014 - 00:14

Neyðarbrautin skiptir máli

Á fjölmennum borgarafundi um neyðarbrautina sem Hjartað í Vatnsmýrinni hélt í kvöld fjallaði Leifur Magnússon verkfræðingur um nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar. Í erindi hans kom fram að notkunarstuðull Reykjavíkurflugvallar nú með þremur flugbrautum sé 98,2%. Það þýðir að flugvöllurinn er að meðaltali lokaður 6,6 daga á ári vegna of mikils hliðarvinds.Sé hins vegar neyðarbrautin fjarlægð lækki nýtingarhlutfallið […]

Mánudagur 20.10 2014 - 21:09

Af hverju er flugbraut 06/24 kölluð neyðarbrautin?

Eins og öllum er kunnugt um vill Dagur borgarstjóri ekki hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Dagur borgarstjóri situr í svokallaðri “Rögnunefnd”. Rétt fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor var samþykkt deiliskipulag um breytingar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar þess efnis að flugbraut 06/24 eða svokölluð neyðarbraut er ekki lengur á skipulagi. Breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda eru fyrirhugaðar. Þar sem neyðarbrautin er […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur