Færslur fyrir flokkinn ‘Húsnæðismál’

Þriðjudagur 14.02 2017 - 19:18

Það þarf að úthluta lóðum í Úlfarsárdal

Það er staðreynd að húsnæðisvandinn er mikill í borginni og lóðaskortur en borgin úthlutaði einungis sex fjölbýlishúsalóðum með fleiri en fimm íbúðum á fyrsta 31 mánuði kjörtímabilsins. Uppbygging gengur of hægt meðal annars vegna fárra lóðaúthlutana. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands fjölgaði íbúðum í Reykjavík einungis um 1644 íbúðir frá 2010 til ársloka 2016 en nauðsynlegt hefði […]

Mánudagur 06.02 2017 - 16:19

Borgin byggir ekki 300 stúdentaíbúðir

Fyrirsagnir geta oft verið mjög villandi sem er miður því margir lesa eingöngu fyrirsagnir og telja þær réttar.  Á ruv.is birtist frétt 12. janúar síðastliðinn með fyrirsögninni. „Borgin byggir 300 stúdentaíbúðir á næstu árum“. Á myndinni sem birtist með fréttinni mátti sjá borgarstjóra úti á túni sitjandi við borð um hávetur á snæviþakinni jörð skrifa […]

Fimmtudagur 26.01 2017 - 11:33

Talnaleikur borgarstjóra

Meirihlutanum í borgarstjórn gengur illa undir forystu Dags B. Eggertssonar að láta áætlanir í húsnæðismálum ganga upp þó svo borgarstjóri sé duglegur að leika að sér að tölum. Á einu ári hefur umsækjendum á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum fjölgað um 23,5%. Í árslok 2016 voru 893 umsækjendur á biðlista eftir almennum félagslegum leiguíbúðum, þar af […]

Sunnudagur 15.01 2017 - 12:59

Fólk býr ekki í áætlunum borgarstjóra

Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar sem er frá árinu 2011 hefst á þessum orðum: „Stefna Reykjavíkurborgar er að allir borgarbúar hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki.“ Síðan eru liðin rúm 5 ár og ástandið aldrei verið verra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur verið duglegur að þylja upp hvað […]

Mánudagur 12.12 2016 - 21:16

Skjaldborgin Tjaldborg

Í fréttum RÚV í kvöld var viðtal við 65 ára konu sem er öryrki og býr í húsbíl á tjaldsvæðinu í Laugardalnum. Í fréttinni er upplýst að hún sé búin að vera á biðlista í um 2 ár en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar hafi tæplega 880 verið á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði 1. desember sl. […]

Þriðjudagur 06.12 2016 - 15:53

Ekki á þessu kjörtímabili

Það gengur hægt að fjölga félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík. Í desember 2014 var samþykkt að fjölga þeim um 100 á ári. Það hefur ekki tekist. Á fundi borgarráðs 3. nóvember sl. var upplýst að Félagsbústaðir hafi á tímabilinu 1. janúar 2016 til 15. september 2106 einungis keypt 11 eignir sem innihalda 15 leigueiningar. Meirihluti borgarstjórnar með […]

Þriðjudagur 08.11 2016 - 15:11

57 leiguíbúðir á 6 árum

Á heimasíðu Félagsbústaða er að finna skýrslur stjórnar fluttar á aðalfundum félagsins og tilkynningar til Kauphallarinnar um fjölda íbúða í eigu félagsins. Hér að neðan er tafla sem unnin er upp úr þessum gögnum sem sýnir fjölda íbúða í eigu félagsins í árslok 2009-2015: Fjöldi íbúða í árslok 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 1. […]

Miðvikudagur 03.08 2016 - 21:15

Lóðaverðaleyndin

Eins og kunnugt er hefur Reykjavíkurborg haft mjög fáar fjölbýlishúsalóðir og lóðir undir íbúðarhúsnæði vestan Elliðaáa til sölu undanfarin ár. http://blog.pressan.is/gudfinnajohanna/2016/02/27/thetting-byggdar-og-unga-folkid/ Óhætt er að fullyrða að verðmætustu lóðirnar sem borgin á miðsvæðis, sem til stendur að byggja íbúðarhúsnæði fljótlega á, eru lóðirnar við Vesturbugt þar sem reisa á svokölluð „Reykjavíkurhús“. Borgin keypti þær af Faxaflóahöfnum og hafa „fróðir“ aðilar sem ég hef spurt skotið á að verðmæti […]

Fimmtudagur 09.06 2016 - 11:52

Úlfarsárdalur endurskoðun

Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt lýsing vegna uppbyggingar og stækkunar Úlfarsárdalshverfis sem kallar á heildarendurskoðun á deiliskipulagi hverfisins. Í lýsingunni felst m.a. fjölgun íbúða, en stefnt er að því að heildaríbúðafjöldi í Úlfarsárdal verði um 1.400 íbúðir. Gert er ráð fyrir að núverandi hverfi stækki til austurs og til norðurs í átt að […]

Laugardagur 27.02 2016 - 14:31

Þétting byggðar og lítið lóðaframboð borgarinnar

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 gengur út á þéttingu byggðar. Þrátt fyrir stefnu bogarinnar um þéttingu byggðar er varla hægt að segja að borgin hafi verið með til sölu lóðir á þéttingarreitum í borginni frá 2010. Af þeim 45 lóðum fyrir samtals 97 íbúðir sem borgin úthlutaði á síðasta ári voru einungis 15 íbúðir á lóðum annars staðar […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur