Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 13.06 2018 - 23:10

Viðhaldsframkvæmdir í fjöleignarhúsum

Þegar farið er í framkvæmdir er mikilvægt að eigendur fjöleignarhúsa gæti réttra aðferða við þær. Boða þarf til húsfundar með lögmætum hætti og í fundarboði þarf að tilgreina þau mál sem fyrir verða tekin á fundinum og meginefni tillagna. Ekki er hægt að taka mál til atkvæðagreiðslu á húsfundi sem ekki hefur verið getið í […]

Laugardagur 19.05 2018 - 11:58

Það á ekki að taka 3 ár að skipuleggja 450 íbúðir

Í Vikulokunum segir Dagur B. Eggertsson að reglur frá ríkinu geri það að verkum að það hafi tekið um 3 ár að skipuleggja um 450 íbúðir í Úlfarsárdal. Það er ekki rétt. Það er ekkert í reglum sem gerir það að verkum að þetta ferli taki 3 ár. Hér er ferillinn sem þetta tók ef […]

Þriðjudagur 12.09 2017 - 13:06

Tjónið á leiguhúsnæði Orkuveitunnar

Ljóst er að tjónið á húsi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er gríðarlegt og enn er mörgum spurningum ósvarað. Nauðsynlegt er að upplýst verði hvernig brugðist var við skemmdum á húsinu frá byggingu þess, hvort hagsmuna eigenda OR hafi verið gætt þannig að hvorki var ástæða til að skoða og meta galla á húsinu fyrr eða hugsanlegan […]

Fimmtudagur 07.09 2017 - 14:36

Hvað gerði OR í kjölfar skýrslunnar frá 2009

Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með upplýsingagjöf Orkuveitunnar vegna tjónsins á höfuðstöðvum OR að Bæjarhálsi 1. Föstudaginn 25. ágúst sl. er eingöngu talað um myglu og raka sem uppgötvaðist í september 2015. Eftir að fyrrverandi forstjóri OR mætir í viðtal á RÚV laugardaginn 26. ágúst og segir frá leka 2009 er sagt frá því […]

Föstudagur 01.09 2017 - 08:28

Tillaga um úttekt á OR húsinu

Á fundi borgarráðs í gær lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram tillögu þar sem lagt er til að borgarráð skipi sérstaka úttektarnefnd vegna galla á húsi Orkuveitunnar en Reykjavíkurborg á tæp 94% í Orkuveitunni. Þar sem ljóst er að tjónið á húsi OR að Bæjarhálsi 1 er gríðarlegt er nauðsynlegt að upplýst verði hvernig staðið var að […]

Sunnudagur 16.07 2017 - 10:00

Af hverju voru engin sýni tekin

Engin sýni voru tekin úr sjónum á tímabilinu 20. júní til 5. júlí meðan skólp rann út í sjóinn vegna bilunar í neyðarlúgu skólphreinsistöðvarinnar við Faxaskjól. Um er að ræða lengstu og alvarlegustu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Það var fréttastofa RÚV sem upplýsti um málið miðvikudaginn 5. júlí sl. Á heimasíðu […]

Þriðjudagur 18.10 2016 - 20:12

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar

Hátt veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar er áhyggjuefni. Bæði vegna þeirra sem í hlut eiga og kostnaðarins sem af því hlýst. Í svörum við fyrispurnum Framsóknar og flugvallarvina um veikindahlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar kemur fram að veikindahutfallið var 6,1% árið 2013, 6% árið 2014 og 5,9% árið 2015. Þó veikindahlutfallið fari lækkandi er það alltof hátt og langt […]

Miðvikudagur 31.08 2016 - 10:15

Fjársveltir skólar

Ástandið er alvarlegt í grunnskólum og leikskólum borgarinnar og það verður að leysa. Lögboðnu skólastarfi er ekki unnt að sinna miðað við núverandi aðstæður og bitnar það á börnunum í borginni. Undanfarna daga hafa starfsmenn leik- og grunnskóla borgarinnar bent á að ástandið hafi aldrei verið jafn slæmt. Hafa bæði skólastjórar leik- og grunnskóla í […]

Fimmtudagur 18.08 2016 - 11:38

Engar dælur og engir stórmarkaðir úti á Granda

Meirihlutinn í borgarstjórn, þ.e. Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, vill ekki dælur fyrir eldsneyti á lóðum stórmarkaða og alls ekki að stórmarkaðir festist í sessi úti á Granda sem meirihlutinn telur jaðarsvæði. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær hafnaði meirihlutinn fyrirspurn að sett yrði upp sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti á Krónulóðina úti á […]

Þriðjudagur 09.08 2016 - 13:02

Minnihlutinn í borgarstjórn vill álit siðanefndar

Í áliti umboðsmanns borgarbúa frá 3. júní sl. kemur fram í niðurstöðu hans um samninga bílastæðanefndar við Miðborgina okkar að það hafi verið verulega ámælisvert að samningarnir hafi verið gerðir án tillits til niðurstöðu hans í áliti frá 10. janúar 2014 enda bílastæðanefnd grandsöm um ólögmæti samninganna a.m.k. frá þeim tímapunkti þegar hann kynnti niðurstöðuna. Samningsgerðin […]

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur