Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 24.06 2017 - 11:19

Takk fyrir mig!

Nú lýkur pistlaskrifum mínum hér á Eyjunni og ég þakka öllum þeim sem lesið pistlana mína.   Gangi ykkur vel.   Gunnar Alexander Ólafsson

Þriðjudagur 02.05 2017 - 14:37

Bætum flugöryggi-minna þras!

Þessa dagana standa yfir malbikunarframvkæmdir á flugbrautum á Keflavíkurflugvelli og mun standa fram á haust. Þessar framkvæmdir er hluti að eðlilegu viðhaldi flugbrautanna. Það sem vakti athygli mína varðandi þessar framkvæmdir að ekki standi til að malbika SV/NA sem hefur staðið til að taka í noktun vegna lokunar flugbrautar með sömu stefnu á Reykjavíkurflugvelli. Af […]

Föstudagur 17.03 2017 - 22:28

Jafnara aðgengi að heilbrigðisþjónustu

Þann 1. maí nk. mun nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu taka gildi, með það að markmiði .  að að takmarka kostnað notenda við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili og fækka greiðslukerfum í heilbrigðisþjónustunni. Þó verður ekki öll heilbrigðisþjónusta undir þaki þessa nýja greiðsluþátttökukerfis því enn verða í gildi nokkur önnur greiðsluþátttökukerfi (fyrir lyf, þjálfun o.fl.). […]

Fimmtudagur 02.02 2017 - 22:44

Það sem vantar!

Ég vil óska nýrri ríkisstjórn til hamingju og alls hins besta í sínum verkum. Ég hef lesið yfir stefnuyfirlýsingu hennar. Ég tilgreini þau atriði sem ég saknaði að lesa um í stefnuyfirlýsingunni. Í fyrsta lagi er ekkert að finna um afturköllun á launahækkunum (45%) til þingmanna sem kjararáð ákvað eftir kosningar. Hækkunin er hrein móðgun […]

Sunnudagur 01.01 2017 - 20:39

Dekkri framtíð í boði Bjartrar Framtíðar!!!!!!!!!!!

Í þinglok fyrir jól samþykkti alþingi ný lög um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna (LSR) með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar. Það vakti athygli mína að þingmenn Bjartrar Framtíðar samþykktu breytingarnar á lögum um LSR því öll stéttarfélög opinberra starfsmanna voru mótfallin frumvarpinu. Björt Framtíð lagði mikla áherslu í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar í haust […]

Fimmtudagur 15.12 2016 - 22:24

Dauðafæri klúðrað!

Á vef Velferðarráðuneytisins hefur verið lögð til kynningar og umsagnar ný reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna að lög hafa verið samþykkt um þak á kostnað vegna heilbrigðisþjónstu sem nýja reglugerðin byggir á. Tilgangur reglugerðarinnar er að takmarka kostnað notenda heilbrigðisþjónustu við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili. Með nýrri reglugerð munu […]

Þriðjudagur 13.12 2016 - 20:54

Sláum þrjár flugur í einu höggi….

Nýtt fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 var lagt fram á alþingi í byrjun mánaðarins. Þar kennir ýmissa grasa, m.a. að fjármála- og efnahagsráðherra er veitt heimild til að selja húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir starfsemina. Ég fagna því að þessi heimild er komin í fjárlög því ég hef […]

Mánudagur 28.11 2016 - 19:27

Hlaðið undir einkarekstur

  Um daginn birtist frétt um að heilsugæslan í Mosfellsbæ myndi hætta kvöld og helgarþjónustu fyrir íbúa á þjónustusvæði þess og þjónustan muni framvegis vera sinnt af Læknavaktinni í Kópavogi. Heilsugæslan í Mosfellsbæ er rekin af Heilsugæslu Höfðuborgarsvæðisins (HH) sem er opinber stofnun. Læknavaktin (LV) er einkarekið fyrirtæki sem sinnir heilsugæsluþjónustu samkvæmt þjónustusamningi við Velferðarráðuneytið […]

Fimmtudagur 17.11 2016 - 21:20

Þyrlurnar strax!

Nýlega bárust fréttir um að tvær af þrem þyrlum Landhelgisgæslunnar (LHG) væru ónothæfar og þurftu á viðgerð að halda og hefði því LHG eina þyrlu til umráða í nokkra daga til að sinna björgunar- sjúkra- og leitarflugi við Ísland. Þessar aðstæðuar hafa skapast nokkrum sinnum síðustu árin og við þannig aðstæður hefur danski flotinn sem […]

Fimmtudagur 10.11 2016 - 23:02

Mál að linni….

Í meira en áratug hef ég fylgst með þróun starfsemi Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH) og skrifaði meistararitgerð í heilbrigðisstjórnun um sameiningu spítala í Reykjavík á sínum tíma. LHS er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins, aðalsjúkrahúss þess og aðalkennslustofnun í heilbrigðisfræðum. Í dag fer aðalstarfsemi LSH fram á tveimur stöðum, við Hringbraut og í Fossvogi (gamli Borgarspítalinn). Síðan ákvörðun var […]

Höfundur

Gunnar Alexander Ólafsson
Ég er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Gautaborg og meistaragráðu í heilbrigðisstjórnun frá Norræna heilsuháskólanum í Gautaborg. Ég hef mikinn á áhuga á ríkisrekstri, íslenskri stjórnsýslu, heilbrigðis- og efnahagsmálum, norrænni samvinnu, ESB, öryggis- og varnarmálum. Tölvupóstur: gunnaralexander1212@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur