Fimmtudagur 30.09.2010 - 18:24 - FB ummæli ()

Kominn á Eyjuna

Þá er ég orðinn eyjubloggari. Ég vil  þakka forráðamönnum Eyjunnar fyrir að gefa mér kost á því. Vonandi verð ég miðlinum ekki til mikillar skammar.

Landsdómur hefur verið mál málanna síðustu daga. Sennilega mun það mál hafa minnsta þýðingu fyrir hag almennings í nánustu framtíð. Hugsanlega mun Landsdómsmálið hafa þýðingu fyrir okkur þegar fram í sækir. Mál sem eru óleyst og öllu mikilvægari eru; vaxandi fátækt, skuldavandi heimilanna, atvinnuleysi, kvótamálið og  eignarhald á auðlindum landsins. Þessum málum ber Alþingi að sinna og auk þess hefur núverandi ríkisstjórn lofað því að slá skjaldborg um heimilin. Við bíðum enn eftir skjaldborginni.

Það er sívaxandi fjöldi heimila sem lenda í greiðsluerfiðleikum sem enda með gjaldþroti. Stöðug fjölgun á nauðungaruppboðum er merki þess að þau úrræði sem eru til staðar duga ekki fjölda fólks. Af þeim sökum þarf að gera mun betur og eini raunhæfi möguleikinn er almennar afskriftir skulda. Spurningin er hvort það er ætlun stjórnvalda.

Ef skýrsla AGS frá því í apríl 2010 er skoðað fást svör að hluta.

„Staff and authorities agreed that across-the-board debt write-downs, as some had proposed, were not an option, in light of heavy and unaffordable costs (well beyond provisions on financial firms’ books) and the moral hazard this would create.“

Hér kemur fram að ekki sé hugmyndin að fara út í almennar afskriftir og yfirvöld séu því sammála. Af þeim sökum getur almenningur lagt allar slíkar vangaveltur á hilluna.

Auk þess lofa íslensk stjórnvöld að gera ekkert frekar fyrir skuldsett heimili að loknum smá viðbótum fyrir lok júní s.l.. Einnig verður frystingum lána aflétt.

„The authorities stressed that after these refinements they plan not to introduce any further modifications to the framework and indeed would allow the twice-extended moratorium on foreclosures to expire with no further extensions.“

Í skýrslu AGS, frá því í apríl, er kvartað undan linkind stjórnvalda við að segja þjóðinni að þau úrræði sem eru til staðar nú þegar verða ekki aukin;

„Staff has been concerned that while the authorities are converging on a framework, the piecemeal approach to-date has fueled public expectations about generous—but unaffordable—measures in the future. Some adjustments should be implemented in the near-term to fill gaps and address design problems in the existing framework. The right approach remains to emphasize targeted, voluntary, and fiscally- affordable measures, and it will be important to temper expectations by communicating that further measures will not be forthcoming.“

Við lestur þessara gagna er augljóst að sá mikli fjöldi sem er á leið í gjaldþrot mun ekki fá neina frekari aðstoð. Við misskildum allan tímann að skjaldborgin var ætluð bönkunum en ekki okkur. Veturinn mun verða mörgum mjög erfiður.

Að ríkisvaldið samþykki að hafna hluta þjóðarinnar mun sjálfsagt verða efni fyrir Landsdóm-síðar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur