Sunnudagur 17.10.2010 - 00:17 - FB ummæli ()

Það virðist allt stefna í tunnurnar-aftur

Það voru kröftug tunnumótmæli mánudagskvöldið 4 október. Ríkisstjórnin túlkaði mótmælin þannig að skuldug heimili væru ekki sátt, í raun mjög ósátt. Ríkisstjórnin steig ofan af stalli sínum og gaf í skyn að hún væri ekki fullkomin, hún hefði verið of fljót á sér að lofa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að gera ekkert frekar fyrir skuldug heimili. Hún meira að segja kallaði fulltrúa Hagsmunasamtaka heimilanna á sinn fund og næstum því, nokkurn veginn alveg gerði tillögur þeirra að sínum. Áður en að því kæmi þurfti ríkisstjórnin að fá leyfi hjá þeim sem hafa völdin á Íslandi, þ.e. bönkum og lífeyrissjóðum. Það svar hefur borist og Jóhanna hefur tjáð almenningi að tillögur HH séu komnar niður á gólf. Ríkisstjórnin er aftur kominn upp á stallinn sinn, við hliðina á bönkunum.

Mér fannst framsetning almennings 4 október vera mjög skýr og ætti ekki að misskiljast en greinilegt er að bankarnir eru skýrari en við.

Þess vegna er augljóst að við verðum að endurtaka okkur og ef til vill vera skýrari í málflutningi okkar. Núna ætlum við að minna Landsbankann á tilveru okkar-senda ítrekun-og mæta fyrir framan aðalstöðvar hans í Austurstræti á þriðjudaginn kl 14:00.

Stéttarbarátta krafðist fórna og staðfestu á árum áður. Í dag snýst baráttan um lántakendur og lánveitendur. Verkföll og mótmæli þóttu ekki par fín í den og oftar en ekki fengu menn kylfuna í hausinn. Þeir heilahristingar lögðu grundvöllinn að þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Þess vegna er okkur ekkert að vanbúnaði að mæta og verja kjör okkar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur