Sunnudagur 24.10.2010 - 21:27 - FB ummæli ()

Joseph Stiglitz og landsbyggðarsjúkrahúsin okkar

Joseph Stiglitz  Nobelsverðlaunahafi í hagfræði skrifar athyglisverða grein í Guardian þann 19. október s.l..

http://www.guardian.co.uk/commentisfree/cifamerica/2010/oct/19/no-confidence-fairy-for-austerity-britain/print

Í þeirri grein ræðir hann þá þráhyggju ríkisstjórna að skera niður í kreppu. Hann nefnir ýmis dæmi máli sínu til stuðnings og telur þessa aðferð fullreynda. Afleiðingarnar séu mun verri en hugsanlegur ávinningur. Hann er í raun að andmæla aðferðum og hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins í nálgun þeirra á lausn kreppunnar.

Niðurstaða hans er meðal annars eftirfarandi;

Thanks to the IMF, multiple experiments have been conducted – for instance, in east Asia in 1997-98 and a little later in Argentina – and almost all come to the same conclusion: the Keynesian prescription works. Austerity converts downturns into recessions, recessions into depressions.

Hann telur að við höfum ekki efni á niðurskurði því niðurskurðurinn er kreppudýpkandi og þegar lánadrottnar skynja það þá muni traust og trúverðuleiki minnka þvert á ætlun ráðamanna. Einnig munu meiri verðmæti tapast en fæst til baka með niðurskurði. Hann bendir á að endurskipulagning hins opinbera eigi ekki rétt á sér í kreppu. Slíkar aðgerðir eigi rétt á sér þegar vel árar.

We cannot afford austerity. In a better world, we might rightfully debate the size of the public sector. Even now there should be a debate about how government spends its money.“

Hann gagnrýnir einnig að menn ætli ekki að nýta sér þá fjárfestingu sem lagt hefur verið í. Hann telur það eyðslu á mannafla, þekkingu og fjármunum að skera niður opinbera þjónustu. Auk þess mun kostnaðurinn við enduruppbyggingu vera töluverður.

If the government doesn’t spend this money there will be massive waste of resources as its capital and human resources are under-utilised.“

Þetta segir sig allt sjálft í sjálfu sér. Þrátt fyrir það ætla núverandi stjórnvöld að skera niður mjög mikið á næsta ári. Niðurskurðurinn í heilbrigðismálum er dæmi um það sem Joseph talar um. Þar hefur átt sér dýr fjárfesting í mannafla, menntun og tækjum. Að leggja niður heilu stofnanirnar að meira eða minna leiti skapar enn dýpri kreppu á Íslandi. Sá fjöldi heilbrigðisstarfsmanna sem missir vinnu mun sjálfsagt orsaka það að viðkomandi fjölskyldur munu þurfa að bregða búi og flytja úr landi. Skaðinn verður augljóslega mun meiri en skammvinnur sparnaðurinn. Ráðherrar ættu að taka mark að jafn viðurkenndum fræðimanni og Stiglitz er. Við óskum bara eftir skynsemi, annað ekki.

Þegar haft er í huga að hægt sé að ná fyrirhuguðum sparnaði inn, nokkrum sinnum, með því að skattleggja séreignasparnaðinn og geta látið það eiga sig að rústa samfélögum víða um land, þá krefjumst við skynsemi af stjórnvöldum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur