Laugardagur 30.10.2010 - 21:55 - FB ummæli ()

Utanþingsstjórn-hvers vegna

Almenningi finnst skjaldborg Jóhönnu og Steingríms snúast um banka og slíkar stofnanir. Sterkustu hagsmunaaðilarnir eins og kvótaeigendur og lífeyrissjóðirnir eiga allt sitt undir óbreyttu kerfi. Almenningur á erfitt með markvissa gagnrýni sökum leyndarhyggju. Við teljum að lífeyrissjóðirnir séu illa farnir eftir samstarf sitt við bankana fyrir hrun. Við finnum það að lífeyrissjóðirnir vilja hala inn eins miklum tekjum með verðtryggingunni og nokkur kostur er. Sjávarútvegurinn á líf sitt undir náð og miskunn bankanna og stilla bankarnir afborganir og vexti sjávarútvegsins þannig af að þeir rétt tóra. Þess vegna fer allur hagnaður á sameiginlegri auðlind okkar inn í bankana. Heimili og fyrirtæki eru gerð upp af bönkunum ef eignir þeirra standa nokkurn veginn undir skuldum. Ef skuldirnar eru allt of miklar eru menn og fyrirtæki stillt inn á afborganir til æviloka. Allur hagnaður eða strit okkar endar í kistum bankanna. Framtíðartekjur þjóðarinnar í formi ýmissa auðlinda virðast vera að renna okkur úr greipum meðal annars vegna skulda fyrirtækjanna við banka.

Almenningur kemur ekki til tals fyrr en 10.000 manns mótmæla við Alþingishúsið.

„Eftir helgi“ er svarið.

Það er að verða nokkuð ljóst að bankar banna ríkisstjórninni að koma til móts við almenning og venjuleg fyrirtæki.

Það sem gerir banka svona sérstaka er einkaleyfi þeirra til að búa til peningana okkar.

Neyðarstjórn sem tæki við af núverandi ríkisstjórn má ekki bara halda áfram að endurreisa gamla kerfið á okkar kostnað. Raunverulegt hlutverk núverandi vinstri stjórnar hefur bara verið að sætta almenning við að borga bönkunum tapið með niðurskurði. Við viljum ekki meira af því. Við viljum róttækar breytingar. Aðalatriðið í þeim breytingum á að vera að fjarlægja það vald sem bankar, sem eru einkafyrirtæki, hafa yfir öllu okkar lífi hér á landi. Bankar eiga að þjóna okkur en ekki við þeim.

http://www.biblical-art.com/extra/ownpub/children/189.jpg

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur