Færslur fyrir október, 2010

Föstudagur 15.10 2010 - 22:04

Sorry-bara ekki hægt…

Það er talið of dýrt að hjálpa heimilunum. Lífeyrir landsmanna þurrkast út og Íbúðalánasjóður og bankarnir fara á hausinn, sorry ekki hægt. Rætt er um að afskriftirnar séu um 4% af eignum lífeyrissjóðanna, þeir fara varla á hausinn af þeirri ástæðunni. Einnig keyptu lífeyrissjóðirnir skuldir með afslætti sem þeir rukka núna að fullu. Auk þess […]

Föstudagur 15.10 2010 - 00:44

Lánadrottnar

Það er tekist á í dag. Baráttan er á milli lántakenda og lánadrottna. Það er hin raunverulega barátta í dag. Undir yfirborðinu kraumar skipulag peningakerfisins í heild sinni. Til einföldunar ræðum við eingöngu um afskriftir á stolnu fé lánadrottna frá lántakendum. Við erum í allri hógværð að fara fram á leiðréttingu, ekki afskriftir. Sumir fara […]

Miðvikudagur 13.10 2010 - 19:30

Saga skuldarinnar

Sökum þess að afskriftir á skuldum heimilanna virðast valda mörgum áhyggjum er ágætt að rifja upp sögu skuldarinnar. Saga skuldarinnar og þrælsins eiga sér sama upphaf og samtvinnast síðast liðin 5000 ár. Í Mesopótamíu gerðu menn sér grein fyrir að skuldir hefðu tilhneigingu til að vaxa hraðar en uppskeran sem stóð undir þeim. Af þeim […]

Þriðjudagur 12.10 2010 - 21:20

Klofnar þjóðin

Það er greinilega tekist á um skuldavanda heimilanna á bak við tjöldin. Í kjölfar mótmælanna fór Ögmundur af stað til að finna raunverulega lausn á skuldavandanum. Eitthvað sækist honum það seint og um leið hefst grátkór lífeyrissjóða og annarra lánadrottna. Þögn verkalýðsforustunnar vegna gjaldþrota heimila landsmanna er æpandi. Við vitum að Steingrímur er á móti […]

Laugardagur 09.10 2010 - 22:36

Áminning

Það er sennilega eitthvað bogið við okkur Íslendinga. Sjálfsagt er það ástæðan fyrir því hvað við erum spes, eða þannig sko. Siðan hrunið varð hefur verið örtröð af mönnum, konum og samtökum sem hafa rætt almennar afskriftir á skuldum heimila. Það eru liðin tvö ár. Í dag er ákveðið að reikna út dæmið! Er þetta […]

Föstudagur 08.10 2010 - 21:57

Reiknistokkarnir í ráðuneytinu…

Það er orðið greipt í þjóðarsálina að við verðum að spara. Oft verið talið sem dyggð og merki um ráðdeildarsemi en getur verið tvíeggja sverð þegar heildræn áhrif eru könnuð. Í kreppu er ekki talið skynsamlegt að spara. Það er aðgerð sem er kreppudýpkandi og skýrsla sérfræðinga um slíkt hefur verið birt þar sem niðurstaðan […]

Fimmtudagur 07.10 2010 - 22:20

Stund milli stríða

Þór Saari sagði á þingi í dag, eftir fund með ráðherrunum, að honum findist að Ögmundur væri viljugur til að leysa skuldavanda heimilanna en Jóhanna og Steingrímur væru enn þá hálfvolg. Þetta kemur ekki á óvart í sjálfu sér. Steingrímur er í Whasington á haustfundi AGS og mun ræða við helstu lánadrottna heimsins. Spurningin er […]

Miðvikudagur 06.10 2010 - 14:37

Getur Alþingi sett lög

Það er ekki auðvelt að átta sig á hvert við erum að fara. Nokkuð ljóst er að skuldavandi heimilanna er kominn í sviðsljósið og er það vel. Margir aðilar hafa margrætt vandamálið og lausnir á því. Hagsmunasamtök heimilanna hafa unnið þar ótrúlega gott starf. Þrátt fyrir það hélt ríkisstjórnin að hún hefði leyst málin en […]

Þriðjudagur 05.10 2010 - 17:36

Hvað viljum við

Ástandið er eitthvað svo absúrd. Við erum strax farin að deila um hvers konar fólk var á Austurvelli í gær. Reynt er að gjaldfella mótmælendur eins og ríkjandi stjórnvöld reyndu líka veturinn 2008-9. „Þið eruð ekki þjóðin“ stendur þó enn óhaggað á toppnum. Enn aðrir telja sjálfum sér trú um að núverandi stjórnvöld hafi gert […]

Mánudagur 04.10 2010 - 21:20

Hlutverk banka….

Í umræðunni um bankahrunið og afleiðingar þess eru skiptar skoðanir. Hluti þjóðarinnar telur að ástæðan séu jeppar og önnur eyðsla. Þess vegna ber okkur að axla byrðarnar án þess að kvarta. Einnig að þetta sé þrautaganga með fórnum sem við eigum meira eða minna skilið. Sú hugmyndafræði að almenningur sé skyldugur til að taka á […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur