Sunnudagur 21.11.2010 - 00:06 - FB ummæli ()

Vg og ESB

Vinstri grænir tókust á um Evrópusambandið. Mjög skiljanlegt því ESB hefur venjulega klofið flokka, nema Samfylkinguna. Vg vilja gefa almenningi kost á því að kjósa um ESB aðild vegna þess að það er lýðræðislegt og ekki vilja þeir láta saka sig um ólýðræðisleg vinnubrögð gagnvart þjóðinni.  Það er mjög skiljanlegt að vinstri sinnaður flokkur sé á móti ESB. Ef tekið er tillit til hugsjóna um réttlæti fyrir allan heiminn þá er mjög sérkennilegt að vilja ganga í samband ríkra þjóða sem útiloka þá fátæku í heiminum. Það gæti vel gagnast okkur Íslendingum að ganga í ESB en sannir hugsjónamenn hugsa heilstætt og hnattrænt og hafna því slíku.

Evrópa og Bandaríki norður Ameríku stuðla að fátækt og hungri með því að taka viðskiptahagsmuni sína fram yfir heildina. Niðurgreiðslur í landbúnaði í ESB og BNA gerir fátækum löndum erfitt fyrir, tollamúrar og einkaleyfi hindra eðlilega þróun hjá fátækum löndum. Þetta og skuldir þeirra við okkur gefur okkur forskot sem við njótum daglega án mikils samviskubits. Um 22.000 börn deyja daglega, meðal annars vegna fyrrnefndra ástæðna.

Að Vg vilji gefa okkur kost á að virða fyrir okkur veisluborð nýlenduherranna er að sönnu lýðræðislegt. Að vilja sitja til borðs með þeim er afstaða gegn þeim sem eiga þess ekki kost og skaffa í raun meðlætið. Hvernig samrýmist það hnattrænum hugsjónum vinstri manna að vilja komast í klúbb þeirra þjóða sem varðveita ofgnótt sína á kostnað annarra?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur