Mánudagur 29.11.2010 - 00:08 - FB ummæli ()

Fjárlögin okkar

Nú fer í hönd erfiður tími fyrir þingmenn okkar. Desember er mánuður þar sem mörgum lögum þarf að koma í gegnum þingið. Fjárlögin eru ein af þeim sem verður að klára fyrir áramót. Það er engin veisla utandyra eins og Árni Matt sagði hér um árið. Fjárlögin í ár einkennast af miklum niðurskurði og skattahækkunum. Það er verið að hámarka getu hins opinbera til að borga fyrir gjaldþrot einkabankanna. Vandamálið er líka að eftir því sem við skerum meira niður minnkar geta hagkerfisins til að framleiða. Því mun raunhagkerfið eiga stöðugt erfiðara með að greiða fyrir mistök bankanna.

Reyndar er veisla á sumum bæjum eins og kom fram í fréttum í vikunni. Hagnaður Landsbanka Íslands er 13 milljarðar fyrstu 9 mánuðina, rúmur milljarður á mánuði.

Það er eitthvað sem stemmir ekki?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur