Föstudagur 24.12.2010 - 00:47 - FB ummæli ()

Eru menntun og Alþingi andstæður

Núverandi ríkisstjórn ætlar sér að bjarga Íslandi hvað sem það kostar. Hún ætlar að bjarga Íslandi frá kreppunni sem nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins skapaði. Hún ætlar alveg sérstaklega að bjarga okkur frá arfleifð Davíðs Oddsonar og segja síðar, sjáið tindinn þarna fór ég forðum daga, og líkin eru öll Davíð að kenna. Það virðist vera staðföst ákvörðun þeirra í ríkisstjórninni að komast frá a til b, nokkurn veginn án tillits til hvernig þau fara að því.

Það má svo sem margt gott segja um ríkisstjórn okkar og að hún  hafi reynt sitt besta. Bæði finnst mér það ekki nóg og hitt að sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig og þessir reynsluboltar, Jóhanna og Steingrímur, mættu líta meira til sögunnar. Bankakreppur eru ekki nýjar af nálinni og hafa margendurtekið sig. Oftast hafa verið einhverjir Davíðar og síðan einhverjir Steingrímar. Hér er upptalning á helstu kreppum undanfarin ár. Ef þau myndu kynna sér söguna nánar þá rækjust þau sjálfsagt á eina eða aðra kennslubók í Hagfræði. Þar kæmi sjálfsagt fram að það gæti skipt máli hvernig maður fer frá a til b en ekki bara að fara frá a til b.

}   1637

}  1720

}  1772

}  1792

}  1796

}  1813

}  1819

}  1825

}  1837

}  1847

}  1857

}  1866

}  1873

}  1884

}  1890

}  1893

}  1896

}  1901

}  1907

}  1910

}  1929

}  1973

}  1980

}  1983

}  1987

}  1989

}  1990

}  1992

}  1994

}  1997

}  1998

}  2001

}  2007

Doing the same thing over and over again

expecting a different outcome

is insanity.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur