Færslur fyrir janúar, 2011

Sunnudagur 30.01 2011 - 22:20

Elítan á prikinu

Vihjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness mætti til sáttasemjara með fulltrúum verkamanna s.l. föstudag. Fyrir fundinn höfðu forystumenn þriggja stéttafélaga, sem áttu fulltrúa í samninganefnd verkamanna á fundinum, haft samband við atvinnurekendur og tjáð þeim að viðkomandi fulltrúar væru ekki með umboð frá þeim. Það fellur síðan í hlut fulltrúa atvinnurekenda að tilkynna Vilhjálmi og félögum […]

Laugardagur 29.01 2011 - 00:26

Enginn er spámaður í sínu heimalandi

Það eru læti við sunnanvert Miðjarðarhaf. Í kvöld brenna hús í Kæró, almenningur hlýðir ekki útgöngubanni né öðrum fyrirmælum. Hef ekki orðið var við að nokkur íslenskur einstaklingur í valdastétt landsins okkar hafi tjáð sig um að almenningur í Egyptalandi sé að brjóta 100. greinina í hegningarlögunum þeirra í Egyptalandi. Almenningur í Egyptalandi beitir þó […]

Sunnudagur 23.01 2011 - 00:06

Er sundruð framtíð valkostur

Þegar Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýsðfélagsins á Akranesi stendur á fætur og gengur frá samfloti verkalýðsfélaganna gerir maður sér grein fyrir því að það hefur orðið hópslys. Fjölmiðlar kalla það klofning en hið rétta er að þeir sem lifa af hverfa af vettvangi. Þræðir samspillingar verkalýðsforystu, samtaka atvinnulífsins og framkvæmdavaldsins eru augljósir. ASÍ getur eingöngu farið […]

Föstudagur 21.01 2011 - 22:08

Að þjófstarta byltingu

Við lestur á sögu annarra þjóða sem lent hafa í svipuðum raunum og við má læra margt. Þrátt fyrir það erum við að endurtaka söguna. Bæði reynsla og rannsóknir sýna fram á að þau úrræði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beitir auka á vanda almennings. Þar að auki viðgangast sérkennileg viðskipti í skjóli leyndar sem enda með því […]

Sunnudagur 16.01 2011 - 20:34

Mótmæli eða nöldur á morgun…

Á morgun, þ.e. mánudaginn 17 janúar, er boðað til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið og hefjast þau kl 16:30 en einhverjir munu mæta strax kl 15:00. Tímasetningin er vegna þess að Alþingi Íslendinga kemur aftur saman eftir jólafrí. Okkur finnst við eiga ýmislegt óuppgert við stjórnvöld og Alþingi er táknmynd þeirra þrátt fyrir að hinir raunverulegu […]

Laugardagur 15.01 2011 - 20:09

Gjaldeyrishöftin-stund sannleikans

Við lestur viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu AGS kemur fram greinileg ánægja með árangur AGS á Íslandi. Vonandi verðum við ekki munsturríki AGS í norðri eins og Argentína var í suðri. Þegar kemur að gjaldeyrishöftunum þá eru nokkur atriði ljós. Það á að afnema gjaldeyrishöftin. AGS vill örugglega vera á staðnum þannig að […]

Föstudagur 14.01 2011 - 22:27

Letter of intent, ástarbréf leppstjórnarinnar

Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var gerð opinber í dag á heimasíðu sjóðsins og efnahagsráðuneytisins. Viljayfirlýsingin er dagsett 22. desember s.l. og hefur verið haldið leyndri fyrir almenningi allan þennan tíma. Ekki veit ég til þess að hún hafi verið rædd á Alþingi. Auk þess er hún ekki þýdd á íslensku heldur er eingöngu á […]

Laugardagur 08.01 2011 - 22:08

Þjóðaratkvæði um ESB er í raun bull

Alþingi Íslendinga ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það var gert þrátt fyrir að aðeins einn flokkur af fimm hefði það á stefnuskrá sinni. Því má segja að aðeins 30% þjóðarinnar hafi kosið umsókn að ESB. Ef það á að draga umsóknina til baka þá á Alþingi að gera það því þjóðin hefur þegar […]

Föstudagur 07.01 2011 - 22:46

Blaðamannakarókí í Norræna húsinu og veðurfræðingar

Við Íslendingar gætum misst allar auðlindir okkar, orkuna, vatnið og fiskinn. Aðrar þjóðir hafa lent í því og við ættum að hafa lært það af hruninu að við erum ekkert sérstaklega bræt. Það var mjög athyglisvert viðtal við handboltakappann okkar Ólaf Stefánsson á Visi.is um auðlindamál. Ólafur var mættur á maraþon karókí Bjarkar í Norræna […]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 21:34

Látið fólk og bankakerfi

Fréttir dagsins af Landsbankanum haustið 2008 toppar flest allt sem við höfum heyrt hingað til. Gjaldþrota banki sem tekur veð gild frá gjaldþrota fyrirtæki eftir að Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir alla starfsemi bankans er heimsmet. Auk þess er afbrotið samviskulega skráð í fundargerð um fund sem aldrei var haldinn. Ég held að það geti ekki […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur