Fimmtudagur 06.01.2011 - 21:34 - FB ummæli ()

Látið fólk og bankakerfi

Fréttir dagsins af Landsbankanum haustið 2008 toppar flest allt sem við höfum heyrt hingað til. Gjaldþrota banki sem tekur veð gild frá gjaldþrota fyrirtæki eftir að Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir alla starfsemi bankans er heimsmet. Auk þess er afbrotið samviskulega skráð í fundargerð um fund sem aldrei var haldinn. Ég held að það geti ekki verið klikkaðra. Við erum öllu vön á Íslandi en núna þurftum við virkilega að klípa okkur í handlegginn.

Sennilega verða blaðamennirnir sóttir til saka um að vera geðveikir í vinnunni.

Ef allt heilbrigðiskerfið hefði hrunið haustið 2008 og starfsmenn þess hefðu bara yppt öxlum og sagt, sorry Stína, þá hefði sennilega heyrst hljóð úr horni. Síðan hefði hið opinbera þurft að byggja það allt upp aftur frá grunni. Ef það síðan fréttist að við hefðum meðhöndlað látið fólk og rukkað fyrir það og skrifað sjúkraskýrslur samviskusamlega um það væru heilbrigðisstarfsmenn í rútu núna á leið í fangelsið.

En sennilega keyptu bara of margir sjúklingar sér flatskjá…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur