Laugardagur 15.01.2011 - 20:09 - FB ummæli ()

Gjaldeyrishöftin-stund sannleikans

Við lestur viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og skýrslu AGS kemur fram greinileg ánægja með árangur AGS á Íslandi. Vonandi verðum við ekki munsturríki AGS í norðri eins og Argentína var í suðri.

Þegar kemur að gjaldeyrishöftunum þá eru nokkur atriði ljós. Það á að afnema gjaldeyrishöftin. AGS vill örugglega vera á staðnum þannig að það gangi eftir og því getum við ályktað að því verki verði lokið áður en að sjóðurinn fer, þ.e. í ágúst næstkomandi.

Í skýrslu AGS kemur greinileg fram áhyggjur þeirra vegna afnáms gjaldeyrishaftanna. Þess vegna á að semja verklag hvernig staðið verður að verki. Sú áætlun á að vera tilbúin í febrúar.

Auk þess vill AGS að Íslendingar séu búnir að safna nægjanlegum varaforða gjaldeyris áður en gjaldeyrishöftunum verður aflétt. „The lifting of capital controls will also require higher reserves“.

Hvernig mun þetta þróast? Talið er að fjármunir munu streyma úr landinu og gjaldeyrisvaraforðinn nýttur til að viðhalda genginu. Þrátt fyrir það gætum við endað með gott gengisfall og 600 milljarða skuld.

Þar með verður að skera enn meira niður og hækka skatta til að greiða skuldina sem mun taka langan tíma. Auk þess mun gengisfallið valda verðhækkunum á öllu sem við þurfum og verðbólguhækkun sem síðan eykur skuldir heimilanna. Sjálfsagt er ég allt of svartsýnn en ég tel að við verðum að fylgjast mjög vel með þessu því ef þróunin verður okkur óhagstæð er um að ræða hrun næsta haust á Íslandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur