Laugardagur 29.01.2011 - 00:26 - FB ummæli ()

Enginn er spámaður í sínu heimalandi

Það eru læti við sunnanvert Miðjarðarhaf. Í kvöld brenna hús í Kæró, almenningur hlýðir ekki útgöngubanni né öðrum fyrirmælum. Hef ekki orðið var við að nokkur íslenskur einstaklingur í valdastétt landsins okkar hafi tjáð sig um að almenningur í Egyptalandi sé að brjóta 100. greinina í hegningarlögunum þeirra í Egyptalandi. Almenningur í Egyptalandi beitir þó mun meiri óhlýðni og valdi miðað við níu menningana okkar. Egypsku níu menningarnir eru þúsund sinnum fleiri miðað við höfðatölu. Það er augljóst að almenningur í Egyptalandi er með ofbeldi gegn valdstjórninni, stefnir að valdaráni og ógnar sjálfstæði egypska þingsins.Tel fulla ástæðu, til að gæta samræmis í málflutningi, að íslensk stjórnvöld taki afstöðu með egypskri valdastétt og fordæmi lögbrot almennings í Egyptalandi.

Það er ekki eðlismunur á togstreitunni á Íslandi og Túnis eða Egyptalandi. Á báðum stöðum eru spillt stjórnvöld sem hygla sér og sínum. Minni bara á kvótann og bankana. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar efnahg allra þessara þriggja ríkja gegnum auðsveipa valdstétt. Í Túnis og Egyptalandi hafa niðurgreiðslur á mat verið minnkaðar eða afnumdar samfara hækkandi heimsmarkaðsverði. Einnig hafa viðkomandi ríkisstjórnir hækkað skatta á almenning. Þegar maður les viljayfirlýsingar Íslands, Túnis og Egyptalands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er nánast enginn munur.

Þegar almenningur átti ekki fyrir mat í Túnis gerði hann uppreisn. Á Íslandi sjáum við allan kostnað við framfærslu hækka og skattar einnig. Lítill hluti íslensku þjóðarinnar á ekki fyrir mat. Á sama tíma fjölgar þeim á íslandi sem verða mjög ríkir og það á einnig við um Túnis og Egyptaland. Arabalöndin hafa verið undi hæl AGS margfalt lengur en við og það skýrir þann stigsmun sem er á milli okkar og þeirra. Ef fram heldur sem horfir mun íslenskur almenningur gera uppreisn eftir u.þ.b. 20 ár.

Á meðan munum við fordæma Mubarak og telja okkur trú um að við séum ekki í hjólfari alþjóðlegs peningavalds eins og „vesalings“ arabalöndin fyrir botni Miðjarahafs.

Kannski ætti maður að skreppa til Kæró og grýta grjóti, aldrei að vita nema maður fengið klapp á bakið frá íslenskum stjórnvöldum, loksins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur