Sunnudagur 30.01.2011 - 22:20 - FB ummæli ()

Elítan á prikinu

Vihjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness mætti til sáttasemjara með fulltrúum verkamanna s.l. föstudag. Fyrir fundinn höfðu forystumenn þriggja stéttafélaga, sem áttu fulltrúa í samninganefnd verkamanna á fundinum, haft samband við atvinnurekendur og tjáð þeim að viðkomandi fulltrúar væru ekki með umboð frá þeim. Það fellur síðan í hlut fulltrúa atvinnurekenda að tilkynna Vilhjálmi og félögum á fyrrnefndum fundi að hluti samninganefndarinnar sé umboðslaus.

Krókaleiðirnar vekja furðu. Hvers vegna var viðkomandi fulltrúum í samninganefndinni ekki tjáð þetta beint. Hvers vegna hringja forystumenn verkalýðsfélaga til atvinnurekenda og láta þá segja frá þessu á fundinum. Eru samskipti forystumanna verkalýðsfélaganna auðveldari við forystumenn atvinnurekenda en sína eigin baráttufélaga? Geta forystumenn verkalýðsfélaga ákveðið einir í samráði við atvinnurekendur að sparka trúnaðarmönnum sem starfsmenn viðkomandi fyrirtækja hafa kosið til að flytja fram kröfugerð sína?

Fyrir utan DV og heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness hef ég ekki getað fundið fréttir af þessari uppákomu. Ég tel viðkomandi atburð stórfrétt en hvar eru blaðamenn Íslands?

Er ekki full þörf á því að ræða þessi mál á opinberum vettvangi nánar. Eigum við að trúa því að ASÍ sé komið í kattasmölunafélag Jóhönnu, eru þá Jóhanna, Steingrímur, Gylfi og Vilhjálmur í Samtökum atvinnurekenda og LíÚ öll í sama félaginu. Hvers vegna hrærir Ögmundur BSRB maður ekki í þessum innyflum, missti hann sleifina?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur