Færslur fyrir febrúar, 2011

Laugardagur 26.02 2011 - 21:46

Smá upprifjun

Þessi þingsályktunartillaga var samþykkt 5. desember 2008 og segir m.a. frá aðdraganda Icesave málsins. Þskj. 219  —  177. mál. Tillaga til þingsályktunar um samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu. (Lögð fyrir Alþingi á 136. löggjafarþingi 2008–2009.) Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga […]

Fimmtudagur 24.02 2011 - 05:59

Opið bréf til Guðbjarts og Gylfa

Reykjavík 23. febrúar 2011 Ágæti, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Viss hluti samlanda okkar þarf að lifa á lágmarkskjörum frá einum mánaðamótum til þeirra næstu. Til þessa hóps teljast: öryrkjar, ellilífeyrisþegar, atvinnulausir, félagsbótaþegar og starfsmenn á lágmarkslaunatöxtum. Flestallir sem koma að ákvörðun um hversu mikið einstaklingar í þessum hópum hafa úr að spila hafa margfalt hærri tekjur […]

Laugardagur 19.02 2011 - 23:12

Hver er hugsjón Alþingismanna

Núverandi vinstri ríkisstjórn dælir peningum inn í fallna banka og sparisjóði eins og fyrri ríkisstjórn. Það er vitað að megnið af peningunum okkar hefur farið í að bæta upp tap þeirra sem áttu 5 milljónir eða meira á sínum bankabókum. Það eru svokallaðir stóreignamenn sem vinstri menn hafa háð harðvítuga baráttu við áratugum saman. Síðan […]

Fimmtudagur 17.02 2011 - 23:06

Þeir fiska sem róa.

Þetta er grein sem ég skrifaði í júní 2009 og birtist skömmu síðar í Morgunblaðinu. Það voru sárafáir sem skildu hvað ég var að tala um. Ég endurbirti hana núna og tel að fleiri skilji í dag hvað ég er að ræða um, því miður. Veiðiskapur er sport, beitan er valin af innsæi, fiskurinn þreyttur […]

Miðvikudagur 16.02 2011 - 21:55

Íslenskir skósólar

Icesave var samþykkt og leggjast því 26 milljarðar við útgjöld ríkissjóðs á þessu ári. Stuðningsmönnum samningsins er því ekkert að vanbúnaði að finna leiðir til að fjármagna kostnaðinn. Nú þarf forseti okkar að velta því fyrir sér hvort hann setur Icesave í hendur þjóðarinnar. Ég tel það mjög æskilegt. Það sem skiptir mestu máli er […]

Þriðjudagur 15.02 2011 - 20:41

Afrakstur heilaþvotts lánadrottna

Umræðan um Icesave skuldina hefði getað orðið mun betri og dýpri. Umræðan hefði mun frekar átt að snúast um eðli, sögu og afleiðingar skulda. Að velta fyrir sér hvað er skuld og hvort við eigum að greiða viðkomandi skuld og lang mikilvægast hvort við getum borgað skuldina. Slík umræða hefði getað fært okkur nær jöfnuði […]

Laugardagur 12.02 2011 - 23:17

Erum við eyland

Icesave er aftur komið á dagskrá og mun í næstu viku verða afgreitt frá Alþingi. Sem fyrr er komin fram netsíða til að safna undirskriftum gegn Icesave, kjosum.is. Aðstandendur síðunnar munu kynna síðuna á mánudagsmorguninn kl 11. Sennilega verður Alþingi búið að samþykkja Icesave sólahring síðar, mönnum liggur á. Ólafur Margeirsson hagfræðingur bendir á að […]

Laugardagur 12.02 2011 - 01:14

Það klikkaði eitthvað.. en hvað

Það eina sem sem raunverulega hefur áunnist hjá valdhöfum Íslands eftir kreppu er að bæta stóreignaeigendum tap sitt á innistæðum. Ef markið hefði verið sett við 5 milljónir á bankabók hefðu 98% af innistæðueigendum verið bættur skaðinn að fullu og eingöngu fyrir brot af þeim fjármunum sem varið var og er í þessum aðgerðum. Núverandi […]

Mánudagur 07.02 2011 - 00:23

Spéhræðsla og aumingjaskapur

Fulltrúar almennings á Íslandi hafa í hyggju að samþykkja Icesave. Ástæðan virðist vera spéhræðsla við að mæta nýlenduþjóðunum fyrir framan dómara og tala máli þjóðarinnar. Það virðist öllu til fórnandi til að koma í veg fyrir það, jafnvel að skuldsetja íslenskan almenning fyrir mistök einkabanka. Þar að auki eru vöflur á fulltrúm þjóðarinnar við að […]

Laugardagur 05.02 2011 - 00:25

Bankakerfi-fyrir hvern

Landsbankamenn eru komnir af stað í herferð til að bæta ímynd sína. Telja til nýjar siðareglur og ætla sér að ávinna sér traust hjá almenningi. Það verður að viðurkennast að þeir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Reyndar hafa þeir það með sér að almenningur hefur oftast gullfiskaminni og er sennilega byrjaður […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur