Laugardagur 12.02.2011 - 01:14 - FB ummæli ()

Það klikkaði eitthvað.. en hvað

Það eina sem sem raunverulega hefur áunnist hjá valdhöfum Íslands eftir kreppu er að bæta stóreignaeigendum tap sitt á innistæðum. Ef markið hefði verið sett við 5 milljónir á bankabók hefðu 98% af innistæðueigendum verið bættur skaðinn að fullu og eingöngu fyrir brot af þeim fjármunum sem varið var og er í þessum aðgerðum. Núverandi ríkisstjórn heldur áfram að bæta stóreignamönnum innistæður sínar. Að draga slíkt í efa mætir engum skilningi hjá núverandi stjórnvöldum, þau telja þessa aðgerð sjálfsagða. Aftur á móti er það ómögulegt að mæta vanda venjulegs skuldugs Íslendings.

Svipaða sögu er hægt að segja af kvótaruglinu, þar samþykktu ýmsir í núvernadi ríkisstjórn á sínum tíma að færa hagnaðinn af fiskveiðiauðlindinni til fárra útvaldra á kostnað almennings. Virkjanir og álbræðslur skila engum hagnaði til almennings í landinu nema að ríkið fær smá skatttekjur. Á sama tíma vill hluti þjóðarinnar ganga í ESB sem er samhæfingarmiðstöð stórfyrirtækja í Evrópu svo hagnaðurinn lendi örugglega ekki í vasa almennings. Það kemur ekki á óvart að núverandi ríkisstjórn Íslands finni sig heima í slíkum klúbbi þegar mið er tekið af hegðun ríkisstjórnarinnar gagnvart almenningi á Íslandi.

Almenningur er upptekin við að draga sér björg í bú gerir sér ekki grein fyrir samhengi hlutanna. Aftur á móti er framtaksleysi blaðamanna með eindæmum. Ef blaðamenn segðu frá því endurtekið að almenningur sé hlunnfarinn af stjórnvöldum þá væri sennilega byltingarástand í þjóðfélaginu. Það geta blaðamenn ekki tekið ábyrgð á og því er betra að stunda kranablaðamennsku til að halda friðinn aðeins lengur. Egypsk blaðakona kom í viðtal á RUV um daginn og bað heiminn afsökunar á kranablaðamennsku sinni á liðnum árum. Sjálfsagt hefur hún hagnast eitthvað af þeirri iðju en þegar almenningur ógnaði stöðugleikanum skipti hún um lið, betra að vera í vinningsliðinu. Þannig er kranablaðamennska, ákkúrat ekkert frumkvæði, bara að baða sig í ljósi fræga fólksins.

Þar sem stóreignamenn hagnast undir stjórn AGS og Steingríms sætir það furðu að almenningur fylli ekki götur og torg eins og í Egyptalndi. Mubarak hagnaðist vel í samfloti sínu með AGS og þjóðin þjáðist að sama skapi. Þegar Egyptar stóðu upp þá var um 40% þjóðarinna við eða undir fátækramörkum. Sjálfsagt þurfum við að bíða eftir slíkri stöðu áður en að eitthvað gerist á Íslandi. Það er mjög sorglegt þar sem við erum svo klár, menntuð og nettengd.

Fátækt, misskipting og eignaupptaka mun aukast á Íslandi og þegar einn af fangelsisstjórunum fer í ímyndunarherferð(Landsbankinn) er geggjunin fullkomnuð. Blaðamönnum finnst ekkert athugavert við ástandið en samlandar þeirra sem eru ósammála flytja úr landi. Þegar ríkisstjórnin og blaðamannastéttin virðir fyrir sér vígvöllinn þegar fram líða stundir, flesta flúna og hina sára, þá kannski munu þau hugsa, tja.. það klikkaðai eitthvað..en hvað??

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur