Sunnudagur 13.03.2011 - 20:17 - FB ummæli ()

Lilja og aðallinn

Lilja Mósesdóttir setur fram hugmynd í Silfri Egils í dag, hugmynd sem hefur valdið nokkru fjaðrafoki. Sagt er frá þessu á Eyjunni og einnig setur Lilja fréttina á Facebook síðu sína. Friðrik Jónsson Eyjubloggari kemur með skynsamlega umræðu um málið. Lang flestir aðrir telja að Lilja sé haldin óráði og rugli. Mjög margir gera lítið úr henni og greinilegt að sumum finnst hér kominn snöggur blettur á Lilju og því best að hamra á henni.

Því miður uppljóstrar umræðan um mjög snöggan blett á þeim sem gagnrýna Lilju því margir gera sér alls ekki grein fyrir því hvað peningar eru.

Annað sem er mjög eftirtektarvert er hversu menn eru ófúsir að kynna sér hugmyndir áður en þeir úttala sig um málið. Það læðist jafnvel að manni sá grunur, eftir lestur ýmissa athugsemda hjá Lilju, að það skelfilegasta sem gæti gerst ef að einhver hugmynd myndi bæta ástandið á Íslandi svo mikið að almenningur hefði ekki lengur áhuga á ESB.

Hugmynd Lilju mun hugsanlega hafa áhrif á stóreignamenn og skattsvikara. Það er mjög athyglisvert hvernig þeim hópum hefur tekist að kalla fram andstöðu umvafða í ESB pakkningu. Þeir sem fylgjast með þjáningum almennings í Evrópu í kreppunni er það líka fullljóst að ríka fólkið nýtur ESB mun meira en þeir fátæku. Hugmynd Lilju ógnar þessari stöðu, enda viðbrögðin eftir því.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur