Föstudagur 22.04.2011 - 00:21 - FB ummæli ()

Að skulda peninga

Mörgum er ljóst að það sem er að gerast í Lettlandi, Grikkland, Írlandi og Portúgal er yfirfærlsa á mistökum einkabanka yfir á skattgreiðendur. Þeir aðilar sem koma þessu í kring eru Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásamt ríkisstjórnum í viðkomandi löndum. Fyrst er samþykkt að mistök einkabanka og skuldir séu á ábyrgð skattgreiðenda. Sú ákvörðun er tekin án aðkomu almennings. Til að skattgreiðendur hafi tök á að greiða skuldir einkabankanna þurfa viðkomandi ríkisstjórnir að taka stór lán sem eru síðan notuð til að setja inn í einkabankana í viðkomandi löndum þannig að einkabankarnir geti staðið í skilum og fari ekki á hausinn. Niðurstaðan lítur þannig út á yfirborðinu að einkabankinn heima hjá fólkinu fór ekki á hausinn (eins og það hefði verið eitthvað hræðilegt) vegna þess að einhver(ESB AGS) voru svo góðir að útvega pening. Í staðinn þurfa skattgreiðendur bara að borga meiri skatta, missa bætur, heilbrigðiskerfi, menntakerfi og ef um allt þrýtur að selja eigur ríkissins til lánadrottna.

Það voru nokkrir mjög stórir bankar í Evrópu sem lánuðu heimabönkunum á sínum tíma. Þeir vilja að sjálfsögðu fá lánin sín til baka. Þar sem heimabankarnir eru gjaldþrota þá þarf að finna aðra leið. Hún er sú að stóru bankarnir í Evrópu lána viðkomandi ríkisstjórnum peninga í gegnum ESB og AGS og peningarnir eru síðan settir inn í gjaldþrota heimabankana svo að þeir komist á lappirnar aftur og geti byrjað á nýjan leik sínu fjárhættuspili. Þeir sem borga lánin er almennir skattgreiðendur í viðkomandi löndum. Bankarnir fóru á hausinn vegna þess að þeir lánuðu eins og einginn væri morgundagurinn. Sanngjarnt?

Því er augljóst að einkabankar stjórna ESB og AGS og þessar ólýðræðsilegu stofnanir stjórna viðkomandi ríkisstjórnum. Því er einnig þannig farið á Íslandi. AGS stjórnar Steingrími og Jóhönnu. Hér setur AGS endurreisn bankanna í forgrunn og íslenskir skattgreiðenndur hafa þurft að borga hundruði milljarða til að bjarga bönkunum. Allt annað situr á hakanaum eða er skorið niður. Þegar hinn almenni starfsmaður er að spara í fyrirtækinu sem hann starfar í er hann í raun að spara fyrir bankana.

Til að skilja þetta betur er nauðsynlegt að loka augunum og ímynda sér tilveruna án banka. Þá værum við að stunda vöruskipti og í besta falli að skrifa upp á inneignarnótur. Þá væru allir að framleiða eitthvað og kæmu því í verð með vöruskiptum. Þá væri mun færri svangir eða fátækir því allir sem gætu framleitt eitthvað eða unnið hefðu ofaní síg og á. Öllum væri fært að koma afurð sinni í verð með vöruskiptum eða inneignarnótum. Það væru mjög litlar líkur á verðbólgu vegna þess að verðmæti belju gagnvart kind myndi sennilegast ekki breytast mikið. Þörf á mikilli skattheimtu væri ekki augljós eins og í dag.

Ef við opnum augun aftur sjáum við að heimurinn er á heljarþröm og við drauminn hefur bæst bankakerfi og peningar. Í sjálfu sér er ekkert rangt við banka, í Egyptalandi til forna voru kornskemmur bankar og menn áttu þar inneign í korni sem þeir gátu síðan selt til þriðja aðila. Ekkert rangt við það bara venjuleg viðskipti með verðmæti og einhver sem sinnti þeim.

Fyrir um þrjúhundruð árum fengu bankar einkaleyfi á því að búa til peninga. Það er svipað og þú gæfir einhverjum einkaleyfi á því að selja metra þ.e.a.s. eininguna metra. Inneignarnótan í sjálfu sér er verðlaus en verðmætin sem hún vísar til eru hin raunverulegu verðmæti. Peningar eru staðlaðar inneignarnótur. Peningar eru staðlaðar einingar á verðmæti. Peningar eru ávísun á verðmæti. Krónan er lögeyrir á Íslandi vegna þess að íslensk lög kveða svo á. Krónan hefur gildi á Íslandi vegna þess að hún er sköpuð með lögum. Það sem bönkum tókst var að fá einkaleyfi á því að gefa út inneignarnótur, þ.e. peninga og rukka fyrir það.

Segjum að öll laun á Íslandi væru greidd í fiski, segjum ýsu. Til þess að ýsan skemmist ekki er hún geymd í skemmu. Allir sem stunda viðskipti greiða með ýsu en til að vera ekki alltaf með ýsu í poka þegar farið er í Bónus þá skrifar maður ávísun á ýsurnar sínar í stóru skemmunni. Til hagræðingar hefur ríkið ákveðið að staðla ávísarnar á verðmætin og kalla þær krónur, þ.e.a.s. búa til pening. Þess vegna er peningur verðlaus, þeir eru bara ávísun á verðmæti. Kílógram er ávísun á þyngd, ég get átt 10 kílógrömma af ýsu, kílógrammið er verðlaust en ýsan ekki.

Í dag hafa bankar einkaleyfi á því að búa til mælieininguna peninga. Ef atvinnurekandi sem hefur Jón í vinnu hjá sér og atvinnurekandinn vill borga honum laun í formi peninga, krónum, en ekki einhverjum vörum, ýsu, þá verður atvinnurekandinn að fara í bankann og kaupa krónur til að borga Jóni laun. Atvinnurekandinn verður síðan að endurgreiða bankanum krónurnar auk vaxta. Atvinnurekendur gæti alveg eins skrifað á miða án nokkurs kostnaðar hvað vinna viðkomandi væri mikils virði í formi verðmæta  því peningar eru bara eining á verðmæti eins og metrar eru eingng á lengd. Þess vegna er kostnaður þjóðfélaganna svona mikill, þess vegna er útseld vinna svona dýr og þess vegna erum við öll að borga svona mikla skatta.

Ef atvinnurekandinn greiddi Jóni laun sín með ákveðinni þyngd af ýsu, segjum að þeir hefðu komist að samkomulagi að vinnulaunin væru 100 kílógrömm af ýsu. Atvinnurekandinn á ýsu en í núverandi kerfi verður hann fyrst að fara í bankann og kaupa 100 kílógrömm, þ.e. eininguna. Þegar því er lokið getur hann greitt út launin, þ.e. 100 kílógrömm af ýsu.

Er ekki einhver til í að pæla í þessu? Ef við, fólkið, myndum útdeila peningum á milli okkar án auka kostnaðar þá yrði aftu lífvænlegt hér á jörðunni. Hvers vegna deyr fólk úr hungri í Afríku? Sú heimsálfa getur framleitt matvæli frekar en nokkur önnur, allir gætu haft nóg að býta og brenna. Það er skortur á peningum sem bankar hafa einkaleyfi á að framleiða sem veldur hungri, ekki skortur á mat.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur