Laugardagur 30.04.2011 - 01:05 - FB ummæli ()

Vinnuhjú

Það virðist sem ríkisstjórnin hafi komist að einhverri niðurstöðu í kvótamálinu. Hún vill ekki segja okkur eigendum kvótans hvað til stendur. Samtök atvinnulífsins vilja semja núna við launþega og er það sennilega vegna þess að kvótamálið er komið höfn að þeirra mati. ASÍ notar tækifærið og rífur kjaft vegna þess að þeir vita að LÍÚ hefur fengið sitt og samningar verða gerðir á næstunni.

Sjávarútvegurinn er stórskuldugur, hann skuldar bönkunum. Til að sjávarútvegurinn geti staðið í skilum þá ætlar fyrsta hreina vinstri ríkisstjórnin á Íslandi að afhenda kvótaauðvaldinu kvótann, fiskinn okkar. Það er gert til þess að sjávarútvegfyrirtækin geti greitt skuldir sínar við bankana. Þegar sjávarútvegurinn hefur fengið kvótann okkar munu bankarnir stilla af skuldabyrði sjávarútvegsfyrirtækjanna þannig að þau vinni og vinni en allur arður auðlindarinnar okkar rennur óskiptur inn í bankana.

Bankarnir setttu Ísland í þrot haustið 2008. Það er að renna upp fyrir okkur núna hvers vegna. Bankarnir ryksuga upp fasteignir okkar og lágmarka allan kostnað í þjóðfélaginu svo við getum greitt þeim sem mest. Þeir soga til sín arðinn af auðlindum okkar. Við erum orðin vinnuhjú hjá bönkunum og eigum ekki neitt.

Ef einhver er að velta því fyrir sér hvers vegna þeim finnst sem stjórnarflokkarnir hafi svikið kosningaloforðin þá ætti það að vera ljóst núna að þau stjórna engu, það eru bankarnir sem stjórna öllu. Bankarnir neituðu okkur um afskriftir af húsnæðisskuldunum í fyrra og núna á að innhemta kvótaskuldir með kvótanum okkar.

Ef einhver ESB sinni telur að bankar hagi sér á annan hátt í Evrópusambandinu þá ætti að duga að nefna Lettland, Ungverjaland, Grikkland, Írland, Portúgal. Þar innhemta bankar inn með ekki minni hörku en hér. Það eru bankarnir sem stjórna ESB eins og Íslandi.

Væri einhver til í tylla sér og pæla í hvers vegna þetta er svo.

Síðan ef einhver vill breytingu þá er eins gott að koma sér í brækurnar og byrja að mótmæla.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur