Sunnudagur 15.05.2011 - 00:14 - FB ummæli ()

Drökmur, krónur og evrur

Undanfarið hafa menn velt því fyrir sér hvort betra sé fyrir Grikki að taka upp gömlu drökmuna sína og hætta þá við að nota evru. Svipuð umræða hefur verið um kosti og galla íslensku krónunnar gagnvart evrunni.

Vandamálið við peninga er að þeir eru misskildir og misnotaðir. Í raun skiptir engu máli hvað peningurinn heitir heldur hver býr hann til og hversu mikið er búið til af honum.

Okkur sem finnst EAGLES góð hljómsveit getum verið sammála um að án nótna væru þeir ekki neitt. Þeir miðla tónlist sinni með nótum, þeir skrá tónlist sína með nótum, þeir geyma tónlist sína með nótum. Tónlistin hefur mikið gildi eða verðmæti en nóturnar eru í sjálfu sér verðlausar. Það er ekki fyrr en að snillingarnir hafa raðað nótunum upp í ákveðna röð og hrynjanda að þær fá gildi sitt sem tónlist. Nótur í hrúgu hafa lítið gildi.

Ef ég hefði einkaleyfi á nótum og þá þyrfti EAGLES að fá lánað hjá mér nótur til að framleiða sína tónlist og síðan að endurgreiða mér nóturnar með vöxtum. Ef tilveran væri tónlist yrðu allir að vinna tvöfalt, bæði fyrir lifibrauðinu og til að endurgreiða mér nóturnar sem ég hef einkaleyfi á að framleiða. Ef ég hætti að lána nótur þá verður ekki til nein tónlist alveg sama hvað hún glymur mikið í kollinum á tónlistarmönnunum.

Þannig er því einnig farið með peninga. Í dag búa bankar til peningana og hafa einkaleyfi á því. Peningar eru eins og nótur miðill, eining og geymslustaður fyrir verðmæti. Peningurinn sjálfur er verðlaus en verðmætin sem peningurinn vísar á eru hin raunveruleg verðmæti. Þess vegna þarf þjóðfélagið jafn mikið af peningum og er til af verðmætum svo allir geti skipts á verðmætum. Svipað og EAGLES þarf jafn mikið af nótum til að getað skapað sína tónlist, ef þeir eru í stuði þá mikið af nótum annars minna.

Þess vegna skiptir ekki máli hvort við notum evrur eða krónur. Við þurfum bara að afnema einkaleyfi banka á að búa til miðilinn, eininguna, ávísunina peninga. Við þurfum að koma upp kerfi þar sem við höfum nægjanlega mikið af peningum þegar við erum í stuði og framleiðum mikið eða minna af peningum þegar við framleiðum minna. Í dag ræður framboð peninga framleiðslunni alveg sama hversu mikið hugmyndir um framleiðslu glymja í kollinum á okkur. Sökum skorts á peningum er lítið framleitt í dag þrátt fyrir að allt er til staðar nema peningar. Það er svipað og ekki væri hægt að byggja hús sökum skorts á metrum vegna þess að einhver aðili í þjóðfélaginu hefur einkaleyfi á metrum.

Allir þurfa að fá peninga hjá bönkum, allir þurfa að endurgreiða bönkum peningana með vöxtum. Allur peningur í heiminum er búinn til sem lán frá bönkum. Ef allir í heiminum myndu endurgreiða öll sín lán væri enginn peningur til í heiminum því hanna var allur fenginn að láni hjá bönkum.

Allir þurfa að vinna tvöfalt, fyrir skuldum sínum við banka og fyrir lifibrauðinu. Ríkið þarf líka lán frá bönkum og þess vegna borgum við 50% of mikið í skatta. Hættum að rífast um allt og ekkert þangað til við höfum rætt þetta.

Ef hið opinbera skapaði peninga án skuldsetningar til samræmis við þörf og getu okkar til að framleiða þá gætum við skipts á verðmætum óhindrað og framleiðslan gæti haldið áfram í takt við vilja og getu okkar en ekki peningakerfisins. Gjaldmiðill án skuldar er það sem við þurfum og síðan hvað hann heitir skiptir minna máli.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur