Þriðjudagur 17.05.2011 - 08:58 - FB ummæli ()

HITAMÆLIRINN hans Árna Páls

Árni Páll ráðherra líkti verðbólgunni við hitamæli. Hann sagði að það hjálpaði lítið að þrasa við hitamælinn. Þar sem verð á vörum hækkar þá sé verðbólga. Hann vill líta á verðbólguna sem náttúrufyrirbrigði sem á sinn tilverurétt. Hann er því samt sammála að reyna að minnka neikvæð áhrif verðbólgunnar á almenning.

Kenningin er sú að launahækkanir hafi þau áhrif að verðlag hækkar. Síðan þarf með einhverrjum hætti að auka kaupmáttinn aftur og er það oftast gert með kauphækkunum og síðan endurtekur sagan sig í sífellu.

Afleiðingin er meðal annars sú að íslenska krónan í dag er nánast verðlaus miðað við þegar hún var tekin í notkun. Bandaríski dollarinn hefur sömuleiðis rýrnað um 98% frá því árið 1913. Það sem þú keyptir fyrir 1 $ árið 1913 er 2 centa virði í dag.

Greinilega full þörf á því að hemja þetta náttúrufyrirbrigði.

Nú vill svo til að fyrrnefnd kenning að launahækkanir valdi verðbólgu er röng. Dæmi eru til úr veraldarsögunni þar sem verðlag hefur staðið í stað í hundruðu ára. Ef við framleiðum ákveðið magn af verðmætum og skiptumst síðan á þessum verðmætum eins og við gerum í dag þá er í raun engin ástæða til þess að hækka verð. Í raun ætti framþróun í framleiðslu verðmæta að lækka verð.

Hvað eykst sem veldur kröfunni um hækkun verðlags ef það eru ekki nauðþurftir okkar?

Ef öll framleiðsla heimsins væru tveir bílar og allir peningar í heiminum væru 1000 krónur myndi einn bíll kosta 500 krónur, ekki satt? Ef við myndum auka framleiðsluna í fjóra bíla á næsta ári en ekki auka peningamagnið í umferð myndi bílinn kosta 250 krónur, ekki satt? Ef við aftur á móti framleiðum áfram tvo bíla en aukum peningamagn í umferð í 2000 krónur þá kostar bílinn 1000 krónur stykkið. Það er ástæðan fyrir verðbólgu að peningamagn og framleiðsla fylgjast ekki að.

Ef við framleiddum ALLTAF jafn mikið af bílum og peningum myndi bílverðið aldrei breytast að eilífu.

Þar sem verðbólgan er stöðugt til staðar hlýtur framleiðslan alltaf að minnka eða peningamagn að aukast. Þar sem okkur er alltaf sagt að framleiða meira ár frá ári þá er skýringin sú að peningamagn í heiminum er alltaf að aukast. Það er reyndar staðreynd að peningamagn er stöðugt að aukast ár frá ári. Fall bandaríska dollarans er beintengt magni dollara, eftir því sem fleiri eru búnir til því minna virði verða þeir sem fyrir eru. Ef við myndum búa til 10 afrit af Jóni Gnarr sem væru algjörlega eins og hann þá væri sá upphaflegi orðinn harla verðlítill, ekki satt? Afritin ræna verðgildi af upphaflega eintakinu.

Aukið penngamagn ár frá ári veldur verðbólgunni og vextir á þeirri peningaframleiðslu veldur því að við þurfum alltaf að framleiða meira og meira.

Þar sem bankar stjórna peningamyndun og hafa einkaleyfi á framleiðslu peninga og rukka vexti fyrir það verður Árni Páll að snúa sér að bönkunum ef hann vill stöðva verðbólguna því hún hefur ekkert með laun að gera.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur