Fimmtudagur 23.06.2011 - 00:30 - FB ummæli ()

Er EXCEL góð beita

Það er ekki hagstætt fyrir lækna að sinna öllum sjúklingum strax, betra er að geyma þá til seinni tíma. Ef það er ekki hagstætt fyrir lækna þá er það að sjálfsögðu ekki hagstætt fyrir þjóðina, ekki satt?  Það þarf að gæta að því að því að sjúklingar eru í útrýmignarhættu ef þeim er sinnt jafnóðum. Auk þess er það nauðsynlegt að setja sjúklinga í kvóta og selja kvótann til hópa af læknum. Það mun örugglega vera mjög hagfræðilega hagkvæmt, reyndar eru vissar læknisfræðilegar bollaleggingar um að þetta standist ekki viðteknar venjur innan læklnisfræðinnar, but who cares! Sumir kverúlantar hafa bent á að viss hætta sé á því að sjúklingakvótinn verði keyptur til Þórshafnar og þar með verði Landspítalinn tómur. Ef það er blessað af excel nördum Háksóla Íslands sem hagfræðilega hagkvæmt fyrir þjóðarbúið þá er því kokgleypt af Alþingi. Að Læknafélag Íslands standi straum að þessum hagfræðilegu matsgerðum skiptir engu máli því þeir sem gerðu matið hafa metið að það sé vel gert.

Fyrirgefið, finnst ykkur skrítið að mér finnist kvótaumræðan í sjávarútvegi okkar Íslendinga svolítið geggjuð.

Ráðherrar, alþingismenn og aðrir virðulegir fírar innan íslensk samfélags ræða málin síðan eins og um eitthvert alvöru mál sé að ræða.

Málið er einfalt og algjör óþarfi að flækja það. Sjávarauðlindin okkar er einokuð af fáum og aðrir hafa skertan aðgang að henni. Það hefur verið dæmt sem mannréttindarbrot. Að stór hópur keppist við að viðhalda því ástandi er ofbeldi. Hálf heimsbyggðin er að reyna að sprengja Gaddafí í tætlur vegna sömu afbrota þannig að ekki er hægt að tala um að mannréttindabrot séu eitthvað grín. Reyndar er það talið hagfræðilega hagkvæmt af hagfræðingum við Háskóla Íslands, kostaðir af Landsambandi íslenskra útvegsmanna, að viðhalda mannréttindabrotum fyrir þá en gegn okkur. Er markmið Háskóla Íslands að skapa og viðhalda kvótamafíu? Hver er afstaða háskólasamfélagsins til mannréttindabrota, eru hópnauðganir á konum einhver tíman hagfræðilega réttlætanlegar og því ekki mannréttindabrot?

Sú hugmynd að spara sjúklinga eða fiska til seinni tíma er svo geggjuð að það þarf töluverð heilabrot og andlega áreynslu til að skilja hana. Eiga fiskar og sjúklingar ekkert líf utan excel skjala hagfræðinnar? Hvers vegna í ósköpunum dettur náttúrunni í hug að fæða barn um miðja nótt þó það sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt? Ef fullt af fiski deyr sökum þess að þeir eru étnir eða hafa ekkert að éta, hvaða gagn er í því að geyma fiskana við þessar tvísýnu aðstæður?

Halda menn að við séum fífl, eða kannski hefur þeim tekist með heilaþvætti að gera þjóðina að fíflum?

Heilbrigðiskerfið afkastar stöðugt meira og oft með minni kostnaði en áður. Fiskihagfræðingarnir og fiskiráðgjafarnir skapa með vinnu sinni stöðugt minni afla miðað við það sem áður var. Með algjörri tærri snilld, sem fiskihagfræðingarnir mættu stæra sig meira af um víða veröld, þá er atvinnugreinin skuldsett upp í rjáfur. Í raun á bankakerfið útveginn okkar. Allur afgangurinn, þ.e. arður, rennur til bankanna í formi vaxtagreiðslna og afborgana.

Það hvarlar að manni að stúdentsprófið hafi verið ógæfuspor og háskólagráðan slys fyrir alþjóð í rekstri sjávarútvegsins. Í raun snýst hann um að veiða fisk og selja.

Flækjustig í tilverunni er oftast hannað fyrir þá sem ætla að fá mikið fyrir lítið og það sannast eina ferðina enn í kvótaumræðunni. Er ekki mál að linni?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur