Föstudagur 24.06.2011 - 17:21 - FB ummæli ()

Euro Plus Pact—they will not force us!

Euro Pact plus er venjulega kallaður Euro Pact og á að verða sáttmáli innan ESB. Í stuttu máli gengur hann út á það að setja skorður á störf kjörinna fulltrúa í viðkomandi þjóðlöndum í þeim tilgangi að koma hugmyndum í framkvæmd sem hugnast þeim sem stjórna Evrópusambandinu í dag.

Var í upphafi kallaður Competitiveness Pact eða sáttmálinn um samkeppnishæfni. Sá sem er samkeppnishæfur er sá sem allir vilja kaupa af. Við Vesturlandabúar höfum nýtt okkur þessar hugmyndir ríkulega þegar við kaupum vörur frá fátækum löndum og verksmiðjum sem stundum eru kallaðar Sweatshops(Sweat factory). Við höfum keypt þessar ódýru vörur sem eru ódýrar vegna þess að þeir sem framleiða þær fá lítil laun, hafa engin réttindi, engan lífeyri og vinna 12-15 tíma á dag, 7 daga vikunnar og eru barðir ef þeir slá slöku við. Síðan förum við í penar mótmælagöngur eða bloggum í þeim tilgangi að bjarga heiminum.

Samkeppnissáttmáli Evrópusambandsins gengur út á eftirfarandi:

  1. Afnema vístöluhækkun launa=launalækkun.
  2. Minnka kostnað vegna  vinnuafls=launalækkun.
  3. Auka framleiðni vinnuafls með því að minnka reglurverk iðnaðarins=þrælahald.
  4. Auka sveigjanleika vinnumarkaðarins=hægt að segja fólki upp strax.
  5. Minnka skatta á vinnuafli=auka tekjur einkaaðila á kostnað ríkissins.
  6. Auka verktöku=skúringakonan verður verktaki án réttinda stéttarfélaga.
  7. Hækka eftirlaunaaldur=vinna þangað til við dettum í kistuna.
  8. Samhæfa skatt á fyrirtækjum= til að lækka hann síðan.
  9. „Schuldenbremse“ Skuldabremsa. Þá er löndum ekki leyft að skulda meira en ákveðna prósentu af þjóðarframleiðslu. Mælt er með því að þau lönd sem gangast undir Euro Pact setji reglur hans í stjórnarksrá eða í lög. Síðan verða viðkomandi þjóðríki að fylgja þessum reglum undantekningarlaust.

Skuldabremsan er talin mikilvægasti hluti Euro Pactsins. Mörgum finnst hann algjör snilld því þá fá þeir útrás fyrir hatur sitt á hinu opinbera og miðstýringu. Margir segja að þarna sé komin lausnin á óábyrgum þingmönnum sem ausa bara peningum til hægri og vinstri. Nú sé loksins komin fram ábyrg fjármálastjórn sem hemur þessa sócíal demókrata í sínum miðstýrðu eyðslunefndarfylleríum-amen.

Stuðningsmennirnir virðast ekki gera sér neina grein fyrir því að hér er um algjöra miðstýringu að ræða. Framkvæmdavald ESB hefur með Euro Pactinum náð völdum yfir fjármálastjórn viðkomandi þjóðríkja. Fjármálaráðherrar þjóðríkjanna verða ekki sjálfstæðir gagnvart ESB. Þeir verða að fara eftir reglum sem hentar ekki viðkomandi þjóðríkjum heldur markmiðum um ódýrt vinnuafl. Til að fullnægja reglum um skuldastöðu verður að koma til niðurskurður og launalækkanir innan viðkomadi ríkis. Það er það sem er átt við með samkeppnishæfni. Það er hinn raunverulegi tilgangur að breyta Evrópu í láglaunasvæði sem framleiðr mikið fyrir lítið. Þar með er síðasta vígi verkamannsins fallið í hendur auðstéttarinnar-í boði ESB.

Er skrítið að Evrópubúar mótmæla. Um síðustu helgi mótmætu Grikkir í tugum borga. Spánverjar mótmæltu þessum Euro Pact sáttmála sérstaklega um síðustu helgi. Það söfnuðust um 3-400 hundruð þúsund manns víðsvegar um Spán og mótmæltu. Opinberir aðilar mátu fjöldann minnst 250 þúsund og eru þeir venjulaga í neðri mörkunum eins og við þekkjum sjálf frá Austurvelli. Það hafa ekki verið jafn fjölmenn mótmæli á Spáni í mjög langan tíma. Sagði RUV okkur frá þessu-varð ekki var við það.

„The streets are ours – we will not pay for their crisis“

Vinstri þingmenn á spánska þinginu voru svo „vilhallir“ mótmælendum að þeir þökkuðu lögreglunni meira að segja fyrir að leyfa mótmælendum að mótmæla. Lögreglan barði mótmælendur og setti útsendara sína á meðal þeirra. Útsendara sem köstuðu grjóti í lögreglubíla. Þar sem allir eru að taka myndir alls staðar þá mynduðust útsendararnir að skipta um föt meðal lögreglumanna og að síðan að kasta grjóti. Grjótkastararnir gáfu stjórnvöldum tækifæri til að kalla mótmælendur „terrorista“.

Ekki nema von að Spánverjar segja; „It is not a surprise that for many of the people in the movement all parties are regarded as being the same! One of the most popular slogans of the movement says it clearly „they do not represent us“.

Mótmæli Evrópubúa hafa verið að þróast að undanförnu. Í upphafi var verið að mótmæla ákveðnum ráðstöfunum ríkisstjórna í boði ESB og ósk um hugsanlegar leiðréttingar á afmörkuðum sviðum. Í dag er almenningur að upplifa algjöran klofning á milli sín og valdhafa. Kjörnir fulltrúar almennings eru strengjabrrúður fjármálavaldsins og eru því ekki fulltrúar almennings. Almenningur er að gera sér grein fyrir því að kerfið er ónýtt, kerfið vinnur gegn hagsmunum almennings.

Spánverjar eru að vakna og sjá Grikkland sem fordæmi. Krafan um alsherjarverkfall verður allt háværari, alsherjarverkfall, ekki til að krefjast launahækkana heldur til að endurheimta lýðræðsileg réttindi sem Brussel valdið hefur tekið frá þeim. Verkalýðsfélög Spánar eru líka að rumska. Spánverja beina gagnrýni sinni mjög að Brussel og fjármálavaldinu og sjá ekki mikinn mun á þessu tvennu.

Spurningin verður allt meir knýjandi hvers vegna við Íslendingar erum að reyna að komast inn í þennan þjáningaklúbb sem æ fleiri eru að berjast gegn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur