Þriðjudagur 09.08.2011 - 19:08 - FB ummæli ()

Önnur heimsmynd er valkostur

Það er hugsanleg að íslenka þjóðin sé að rumska. Það gætir sívaxandi óánægju og vantrú á fjórflokkinn. Það er þessi tilfinning; þeir og við. Það er klofningur, það er engin tiltrú á því að stjórnmálastéttin geti breytt neinu þó hún vildi.

Sú tilfinning hefur heltekið London núna. Mikil ólæti er afrakstur áralangrar kúgunar og niðurlægingar fátækra. Fátækir í Englandi hafa verið sviptir síðustu voninni um að þeir eigi sér einhverja framtíð, að þeir eigi sér viðreisnar von. Þess vegna er engu að tapa, mannorðið er ekki þess virði að hengja á það viðeigandi hegðun. Það er jafnvel betra ef það er hlustað á mann í viðtali í sjónvarpinu og ef allt um þrýtur þá  mun lögreglan að minnsta kosti hlusta þegar hún yfirheyrir mann fyrir að hafa kveikt í tveggja hæða strætó. Eyðileggingin á eigum annarra er á engan hátt hægt að réttlæta en er einkenni á algjöru vonleysi og uppgjöf einstaklingsins, í raun dýrsleg hegðun.

Þetta er margendurtekið ferli í mannkynssögunni. Það verða ekki mótmæli fyrr en flest öll sund eru lokuð, þangað til telja einstaklingar sér trú um að hlutirnir muni sennilega batna. Þetta kerfi er innbyggt í öll dýr, þegar þau eru að lokum afkróuð ráðast þau gegn óvininum óhað líkunum fyrir því að sigra orustuna.

Ég hélt bara að menn væru ekki dýr, eða þannig sko.

Ef horft er yfir sviðið er það ljóst að bankar og aðrir „kröfuhafar“ ætla sér að fá eins mikið og nokkur kostur er út úr almenningi. Tekjur, lífeyri og ef það dugar ekki þá eru eigur viðkomandi teknar. Vesturlandabúar telja að þar verði numið staðar. Þegar framvinda bankaveldisins er könnuð hjá fátækum þjóðum þá er það augljóst að auðlindir og lífsviðurværi er líka tekið upp í skuldir. Þess vegna sjáum við börn vera að engjast sundur og saman af þorst og deyja síðan. Eingöngu til þess að kröfuhafar fái sitt. Þess vegna eru kröfuhafar dýr og sjá engan mun á Vesturlandabúa sem má kreista einhver penní úr eða Afríkubúa. Munurinn á viðbrögðunum gegn kröfuhöfum felst í því að Afríkubúinn er svo vannærður að hann getur ekki mótmælt.

Ef stjórnvöld, þingmenn, ráðeherrar og öll valdaelítan er á bandi kröfuhafa eða banka þá er ekki skrítið að þessi tilfinning læðist að almenningi að það séu þeir og við. Þetta má glöggt sjá í viðbrögðum ESB sem hugsar eingöngu um þarfir bankanna þrátt fyrir að bandalagið hafi einhverju sinni verið stofnað umhverfis fagrar hugsjónir. Einnig mun Obama ekki skattlegja þá ríku heldur draga úr aðstoð við þá sem minna mega sín.

Þess vegna er baráttan milli okkar og þeirra. Þeir eru 10% allra í heiminum og eiga 85% af öllum auð heimsins. Þeir búa ekki í neinu einu landi og tengja sig ekki við neitt eitt land. Þeirra markmið er að halda í auð sinn og auka hann. Bak við flatskjái skreytta tölum og línuritum finnst engin samfélagleg ábyrgð eða sorg vegna andláts barns úr þorsta sem foreldrarnir höfðu gert svo miklar væntingar til, jafnvel dreymt um barnabarn. Meðan við veltum því fyrir okkur í hvaða menntaskóla barnið okkar á að fara í þá leita foreldrar þyrsta barnsins að einhverjum brunni með einhverjum vatnsdropa í, upp á líf og dauða.

Erum við ekki bara líka dýr eins og kröfuhafinn, ef við gleymum þyrsta barninu getum við gleymt okkur á bak við flatskjáinn okkar, eins og kröfuhafinn.

Það er ljóst að baráttan er á milli okkar og þeirra, þeir eru samhentir en við sundruð.

Sum okkar eru svo vannærð að við getum ekki lyft höfði frá jörðu.

Sum okkar eru svo yfirnærð að öll hugsunin situr í maganum.

Sum okkar erum svo föst í frjálshyggjudraumnum að ef til vill munum við verða líka rík eins og hinir, og best að rugga ekki bátnum.

Sum okkar viljum ekki vita neitt og gleymum okkur í afþreyingu og búðarrápi.

Sum okkar teljum okkur trú um að okkar menn stjórni og muni redda málunum þó þeir hafi ekki gert það síðast er þeir voru við stjórn.

Sum okkar teljum okkur trú um að okkar menn muni komast næst að og redda málunum þó þeir hafi ekki gert það síðast er þeir voru við stjórn.

Sum okkar geta ekki unnið með neinum öðrum en sjálfum sér því enginn annar en við höfum á réttu að standa.

Sum okkar halda að einhver annar muni redda málunum eins og t.d. ESB, AGS, Össur eða einhver annar stóri bróðir.

Hin forríka elíta sem hefur stjórnað heiminum með skuldsetningu almennings og ríkissjóða hefur ekki fyrrst við að telja endurgreiðslur mikilvægari en líf og heilsu almennings. Það er ekkert sem bendir til þess að það muni breytast. Þess vegna munu mótmælin í London verða barin niður. Okkur mun verða talin trú um að venjulegt fólk í London hafi allt í einu fengið þá flugu í höfuðið upp úr þurru að brenna hús og bíla. Þannig hefur það alltaf verið.

Hagfræðin er í sjálfu sér sáraeinföld, hvers vegna þessar skuldir,hvernig urðu þær til,  hver skuldar,  og getur einhver borgað skuldirnar. Það getur engan veginn staðist að almenningur sem á ekkert skuldi svona mikið, eða hvað?

Eina vonin er að þessi sundurlausa hjörð kúgaðra einstaklinga sameinist um víða veröld og sameinist um að knésteja viðkomandi valdaelítu með góðu eða illu. Önnur heimsmynd er valkostur en það er undir okkur komið hvort við veljum hana.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur