Miðvikudagur 10.08.2011 - 22:38 - FB ummæli ()

Samsleikjur elítunnar

Óeirðirnar í Englandi eru um margt lærdómsríkar. Þeir sem hafa kynnt sér málin vel, hafa jafnvel búið í viðkomandi hverfum áratugum saman, kenna um fátækt. Fátækt sem gengur í erfðir, atvinnuleysi sem erfist frá kynslóð til kynslóðar. Ungir einstaklingar sem ekki hafa getað menntað sig og hafa enga von um atvinnu um alla framtíð. Algjört vonleysi og algjört tilbreytingarleysi í tilverunni, ekkert að gera og ekkert hægt að kaupa vegna fátæktar þrátt fyrir allar auglýsingarnar í miðlunum.

Það getur munað 10 árum eða meira í lífslíkum einstaklinga eftir hverfum í London. Það er meiri munur en á milli þróaðra og vanþróaðra ríkja. Þess vegna búa í London bæði þróaðar og vanþróaðar þjóðir. Þess vegna er það augljóst að mikil misskipting er í Englandi.

Auk þess er umtöluð meðferð lögreglunnar á ekki-hvítum í þessum hverfum í London. Í Brixton í London urðu mikil læti fyrir 30 árum og niðurstaða rannsóknar eftir þau læti sýndu fram á óeðlilegt framferði lögreglunnar og að mikil fátækt hafi orsakað lætin. Þess vegna er hægt að fullyrða að enginn hefur lært neitt af fyrri reynslu eða ekki viljað læra neitt.

Niðurstaðan er sú að til all langs tíma hefur ekki-hvítum og fátækum verið mismunað í London. Þessi hópur hefur ekki haft eitt né neitt að gera, enga möguleika á menntun né atvinnu og þegar lögreglan niðurlægir og stöðvar einstaklinga í sífellu eins og gert var við gyðinga í Þriðja Ríkinu á sínum tíma þá er það ekki undarlegt að mönnum finnst sér misboðið.

Ef tekið er tillit til þessara þátta er það nokkuð ljóst hvers vegna allt fer í bál og brand.

Það sem varpar stórum skugga á þessi læti í Englandi er að vonleysið er svo algjört að fólk fera að brenna hús og bíla, ræna, saklausa samfélagsþegna sem hafa ekkert til saka unnið.

Þess vegna ætti fréttaflutningur af látunum í Englandi að einkennast af því að ríkur minnihluti Englendinga hefði komið í veg fyrir eðlilegan framgang ungs fólks af erlendu bergi brotið til mennta og atvinnu. Þess vegna ætti kastljósið að beinast að ríku blórabögglunum sem hafa dregið að sér auð á kostnað annarra borgara í ríkinu Englandi. Niðurstaðan yrði sú að lítið hefði breyst frá dögum kónga og drottninga sem réðu öllu og hirðin eða samsleikjurnar nutu góðs af. Hinir gátu átt sig eða verið hengdir almenningi til skemmtunar.

Á ekki fréttaflutningur að tileinka sér hjartslátt samfélagsins, hlusta og nema?

Þannig séð hefur ekkert breyst því í stað henginga er lögreglunni sigað á pöpilinn og almenningur situr fastur við flatskjáinn sér til skemmtunar. Þá var það talið lögbrot að andmæla kónginum en í dag þá telja stóru fjölmiðlarnir okkur trú um að einstaklingar sem eiga sér enga von, enga framtíð séu óþjóðalýður, ræningjar eða eitthvað þaðan af verra. Samtímis eru blórabögglarnir, ríku auðsugurnar, talin saklaus fórnalömb eins og vesalings kóngurinn forðum daga. Stóru fjölmiðlarnir gefa okkur kolranga mynd af raunveruleikanum vissum hópum þjóðfélagsins til hagsbótar og öðrum til vamsa.

Síendurtekin uppþot um víða veröld segja okkur að stórir hópar almennings hafa það svo skítt að þeir eru reiðubúnir til að ráðast á annað fólk og skemma eigur þeirra. Viðkomandi einstaklingar gera sér fulla grein fyrir því að þeir geta aldrei unnið þá orustu en vonleysið er svo algjört að engu skiptir, það virðist skipta öllu máli að deyja ekki án vitundar heimsins.

Að uppþotin eru síendurtekin segir okkur að orustunni er ekki lokið og þeir sem uppþotin beinast gegn hafi hingað til haft sigur.

Fjölmiðlarnir ljúga að okkur til að almenningur um víða veröld geri ekki uppþot um allan heim. Það virðist skipta fjölmiðlamenn meira máli að skapa ró en að vera rödd réttlætisins. Það gagnast ekki bágstöddu fólki víðsvegar um heiminn heldur ríkum einstaklingum. Þess vegna eru fjölmiðlar og fréttamenn taglhnýtingar elítu heimsins. Ömurlegt hlutskipti þegar hugsað er til þess að fréttamennska á að vera fjórða valdið og rödd almennings. Því er það augljóst að elítan á fjölmiðlana í dag með húð og hári.

Hvernig er hægt að fjalla um fátækt og enga framtíð einstaklinga án þess að benda á það samtímis að aðrir vita ekki aura sinna tal?

Ef maður á á hættu að vera sagt upp störfum sem fréttamaður er það auðvelt.

Eða er nóg að fá að baða sig í ljósi þeirra sem eiga sviðið í augnablikinu, geta skálað í kokteilum með rétttrúuðum?

Hinir ríku, um 10% prósent jarðarbúa sem eiga 85% alls auðs á jörðinni hafa völd í hlutfalli við það, a.m.k. þegar kemur að peningum. Aftur á móti eru hinir kúguðu mun fleiri og ef þeir skynja samtakamátt sinn þá er þeim ekkert ómögulegt. Þess vegna er þáttur fjölmiðlanna svona mikilvægur, að sundra almenningi og mata hann með tilbúnum lygum. Ef fréttamenn myndu draga fram réttar staðreyndir um kjör fátækra og kjör ríkra og samhengið þar á milli myndi það valda friðsömum mótmælum sem myndu leiða til réttlætis. Þá áhættu forðast bæði fjölmiðlamenn og rík elíta heimsins því þá gæti þau mist spón úr aski sínum.

Á Íslandi hefur núverandi ríkisstjórn lagt elítunni lið. Með flekklausu samtarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, með fullkomnu umburðarlyndi gagnvart kröfuhöfum á kostnað skuldsets almennings, með niðurskurði og skattahækkunum til að endurgreiða með skattfé almennings fyrir misheppnuð veðmál bankakerfisins fyrir hrun hefur núverandi ríkisstjórn stillt sér við hlið elítunnar gegn almenningi. Fjölmiðlastéttin á íslandi hefur að stærstum hluta gert slíkt hið sama.

Biðraðir eftir mat er einkenni á misskiptingu á Íslandi. Brátt mun vaxa úr grasi kynslóð sem á sér enga von um framtíð á Íslandi þökk sé að núverandi ríkisstjórn, með samþykki almennings, gerði núverandi ríkisstjórn lyfseðil nýfrjálshyggjupostulanna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að sínum. Að RÚV og aðrir fjölmiðlar skynjuðu ekki sitt hlutverk sem útvörð manngildis og mannréttinda gerir þetta mögulegt.

Ef einhver af þessum þungaviktaraðilum; hinir ríku, ríkisstjórnin, almenningur, fjölmiðlar, myndu einhverju sinni upplifa sig sem manneskju, mennska, ekki sem dýr sem slefar við kjötbita, og nema staðar og standa upp og segja NEI, þetta er ekki réttlæti, þetta er rangt.

Þá væri björninn unninn!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur