Mánudagur 15.08.2011 - 18:47 - FB ummæli ()

Eða hvað Björn Valur

Björn Valur Gíslason tjáir sig á Smugunni í dag um fjármál heilbrigðiskerfisins. Björn Valur vill reka heilbrigðiskerfið með minni fjármunum en nú er gert. Björn Zoega andmælir því á heimasíðu Landspítalans. Björn Valur er ósáttur við skoðanir Björns Zoega. Björn Valur telur að endurskipuleggja megi heilbrigðiskerfið þannig að meiri þjónusta fáist fyrir jafnmikið eða minna fé.

Hingað til hafa starfsmenn Landspítalans lagt nótt við dag að kreista eins mikið út úr sjálfum sér og þeim tækjum og tólum sem þau hafa til umráða. Þess vegna hafa hugmyndir stjórnvalda um frekari niðurskurð ekki vakið mikla kátínu. Vandamálið hefur verið að sjá einhver raunveruleikatengsl við tilveruna í hugmyndum Björns Vals og companí. Hugsanlegt er að okkur skjátlist en enn sem komið er þá sjáum við ekki sama ljós og Björn Valur.

Það sem er áberandi er að ljós Björns Vals er að draga úr kostnaði hins opinbera í þeim tilgangi að skattgreiðendur geti dælt fjármunum sínum óhindrað inn í banka, sparisjóði, tryggingafélög og aðra kröfuhafa. Kröfuhafar er sú tegund sem núverandi valdhafar á Íslandi óttast mest af öllu.

Þegar brjóstvörn verkamannsins á Íslandi er orðin hlaupatík auðvaldsins er fokið í flest skjól og tími  kominn til að stokka upp á fleiri stöðum en í heilbrigðiskerfinu, eða hvað Björn Valur?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur