Fimmtudagur 18.08.2011 - 19:17 - FB ummæli ()

Það segir sig sjálft..

Það er skelfilegt að hlusta og lesa hvað merkir aðilar, hagfræðingar eða ráðherrar, segja um fjármögnun. Rætt er um að það hversu auðvelt eða erfitt er að fjármagna hitt eða þetta. Það er eins og enginn geri sér grein fyrir því að peningar eru ávísun á verðmæti. Hvort slíkir fjármunir beri einhverja rentur á í raun ekki að skipta máli. Ef menn skilja hvað hlutirnir snúast um þá koma verðmætin fyrst og síðan skapast þörf fyrir fjármagn. Meðan menn vilja trúa því að fjármagnið komi fyrst þá munu þeir sem stjórna magni fjármagns stjórna ferðinni, það segir sig sjálft. Ef þeir sem geta framleitt verðmæti stjórna ferðinni þá munu þeir stjórna ferðinni en í dag sitja þeir aðgerðalausir vegna þess að þeir sem stjórna magni fjármagns stjórna.

Bankar stjórna magni fjármagns og því stjórna þeir, það segir sig sjálft.

Meðan venjulegur Jónsson, venjulegur hagfræðingur eða venjulegur ráðherra veit ekkki hvað peningar eru þá eru bankarnir í góðum málum. Slík afneitun eða fákunnátta er forsenda bankaveldisins. Því er í raun ekki við bankana að sakast, þeir nýta sína möguleika en ábyrgðin liggur hjá fræðasamfélaginu sem fjallar um hagfræði sem veit ekki einu sinni hvað peningar eru, Það segir sig sjálft, eða hvað?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur