Föstudagur 09.09.2011 - 22:39 - FB ummæli ()

Chomsky, rétthugsun og tjöld

,,Völdin hafa færst frá kjörnum fulltrúm og opinberum stjórnvöldum til fjármálafyrirtækja. Forríkir athafnamenn eru orðnir valdastétt sem öllu ræður og þeir sem stjórna eru forstjórar í bankaheiminum og fjárfestingarfyrirtækjum. Þessir ráðamenn eru tiltölulega fáir en þorri almennings er alþjóðlegt vinnuafl undir þeirra stjórn. Það er ekki hægt að tala um lýðræði þegar örfáir menn ráða yfir auðmagninu.”

Ég stel þessari tilvitnun frá Smuginni án leyfis en með þökkum. Málgang Steingríms lýsir í hnotskurn óafvitandi tilveru fyrrnefnds Steingríms.

Ef Noam Chomsky segir þetta þá er það sjálfsagt rétt enda hefur sjálfkjörin elíta landsins mætt í dag í Háskólabíó og hlustað á hann. Allir hafa kinkað kolli og sammælast um að öldungurinn sé voða bræt. Í raun er hann bara að segja það sem margir hafa sagt síendurtekið áratugum saman.

Mesta eign Íslendinga, fiskurinn, er undir yfirráðáum örfárra einstaklinga. Kvótaeigendur stjórna Mogganum og umræðunni og Sjálfstæðisflokkurinn er einkaverkfæri kvótaeigenda á pólitíska sviðinu. Auk þess eru lögfræðingar og hagfræðingar innan fræðasamfélagsins keyptir til að sinna skoðanamyndun í þágu kvótaeigenda. Völd kvótakerfisins yfir kjörnum fulltrúum okkar er það sem Chomsky er að lýsa og kemur fram í fyrrnefndri tilvitnun.

Vinstri sinnaðir einstaklingar og græningjar styðja auðvaldið í kvótavæðingunni sökum ótta síns við að síðasti fiskurinn verði veiddur. Ekkert er fjarri raunveruleikanum en sameinuð koma viðkomandi öfl í veg fyrir að skynsemin fái notið sín. Enn og aftur hefur Chomsky rétt fyrir sé og enn og aftur kinkar elítan kolli óafvitandi að hann er að tala um hana.

Kvótamálið er dæmi um völd fjármagnsins, auðvaldsins eða völd fárra yfir lýðræðinu. Skuldir og framferði bankanna á Íslandi í dag er einnig dæmi um völd fjármagnsins yfir lýðræðinu. Auk þess er Hæstiréttur Ísland undir hælnum, hann hefur samþykkt mannréttindabrot kvótalaganna og aflífun lántakenda á Íslandi.

Því er það ljóst að Chomsky hefur rétt fyrir sér og Ísland er gott dæmi um málflutning hans. Samtímis kinkar íslensk elíta kolli yfir máli hans, sama elíta og kemur í framkvæmd þeim raunveruleika sem hann lýsir.

Óréttlætið, svikin, misbeiting valds, mannréttindabrotin, kúgunin og falsið er öllum ljós ef viðkomandi nennir að bera sig eftir þeim. Samtímis sem íslensk alþýða verður fyrir slíkri kúgun, samtímis og elítan kinkar kolli yfir lýsingu Chomskis á kúgun hennar á almenningi, þá fer íslenskur almenningur í Kringluna og deyfir sársaukan með rápi. Ekki að undra að kúgarar íslenskar alþýðu upplifi hlutverk sitt létt og löðurmannlegt.

Ef einhverjum dettur í hug að sameina íslenska grasrót gegn fjármagninu eru alltaf einhverjir sem vilja eigna sér grarótina sér til framdráttar eða aðrir geta ekki setið við hliðina á einhverjum vegna þess að hann er svona eða hinseigin.

Ekki að undra að íslensk alþýða skellir sér bara í Kringluna.

Meðan Íslendingar sem telja sig hafa pólitíska rétthugsun átta sig ekki á því að við tilheyrum ÖLL þeim 99% sem ráðum engu og lútum stjórn þeirra 1% sem stjórna okkur í skjóli fjármagns þá er lítil von um breytingar til batnaðar. Þá munum við að lokum taka okkar pólitísku rétthugsun með okkur í gröfina engum til gagns nema okkar eigin egói.

Pólitískir rétthugsuðir sem vilja að alþýðan hætti að rápa um Kringluna verða þá að sameinast. Krafan verður að vera að 99% ráði en ekki 1 prósentin. Til þess að það gerist þarf byltingu. Þessir bræt rétthugsuðir sem hafa lesið og pælt svo mikið hafa þá ábyrgð að leiða þá byltingu. Reyndar er uppskriftin svo einföld að ekki þarf neinar háskólagráður né rétthugsun.

Við tökum völdin frá elítunni og það er hægt að gera með friðsamlegum hætti. Við tjöldum á Austurvelli lengi og vel og í nægjanlega fjölmennum hópum þangað til að elítan sér sitt ofvæna og gefst upp. Við erum í raun bara að krefjast þess að valdið okkar sé hjá okkur.

Í raun er um tvennt að ræða, tjöld og þolinmæði, ekki er það mikið?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur