Fimmtudagur 06.10.2011 - 22:11 - FB ummæli ()

Að bjóða fram klofið og að Guð blessi Ísland

Ég er vantrúaður á það að Guð hafi frá upphafi kreppunnar farið í manngreinarálit. Það virðist sem stærsti hluti þjóðarinnar hafi borið skarðan hlut frá borði. Bankarnir hafa fengið allt sitt á silfurfati en almenningur étur það sem úti frýs. Það er sorgleg staðreynd að Steingrímur og Jóhanna hafi stuðlað að þessari misskiptingu og í staðinn hafa þau fengið að sitja á stólum sínum. Það versta er að þau virðast ekki átta sig á þessari skiptingu og telja alla þá sem hafa tapað aleigunni og eru að kvarta séu bara ósammvinnuþýðir og óþjóðlegir.

Guð blessi þjóðina sagði Geir eftir að Markaðurinn hafði steypt okkur til helvítis, sennilega soldið seint því spurningin er hversu innangengt er fyrir Guð þangað.

Steingrímur og Jóhanna hafa ekki sömu auðmýkt til að bera og Geir því þau telja sig í guða tölu. Þau eru óskeikul enda hafa lærifeður Geirs og Hannesar Hólmsteins frá Whasington gefið vinstri stjórninni okkar heiðursverðlaun nýfrjálshyggjuakademíunnar í AGS. Til að kórona klámið verður sérstök helgistund í boði arðræningjanna í Hörpunni þar sem strengjabrúðurnar Jóhanna og Steingrímur munu lofsyngja kvalara almennings á Íslandi.

Ef Einar Olgeirsson, Gvendur Jaki og Co munu ekki snúa sér við í gröfinni þá veit ég ekki hvað.

Það er að renna upp fyrir íslenskri þjóð að í kjölfar bankahrunsins hefur orðið gríðarleg eignartilfærsla, ekki bruni, því að viss hópur hefur hagnast verulega á kostnað hins. Þeir sem hafa orðið undir hafa engin tök á því að ná fram réttlæti nema með því að berja tunnur eða viðlíka. Um leið er blaðamannastéttin þess umkomin að tala niður kröfur almennings um réttlæti. Spurning er hvort fjórða valdið innan lýðræðsisskipulags hafi lotið jafn lágt og síðan á dögum Þriðja Ríkissins.

Almenningur hefur í sívaxandi mæli um allan heim gert sér grein fyrir því að bankarnir stjórna fulltrúum og þingmönnum almennings og hafa fjölmiðlana í vasanaum enda eiga fjármálaöflin fjölmiðlana. Almenningur hefur safnast saman á torgum borga og krafist breytinga. Þar sem almenningur hefur náð árangri hefur hann verið sameinaður en ekki sundraður, „that goes without saying“.

Mótmælendur Íslands njóta ekki þeirrar gæfu að vera sameinaðir en þess njóta núverandi valdhafar og munu gera það meðan svo er. Ýmis sérviska, draumórar og eiginhagsmunapot hefur séð til þess. Við getum tekið til okkar orðræðu setuliðs Wall Streets;

„Let me urge the occupiers to ignore the usual carping that besets powerful social movements in their earliest phases. Yes, you could be better organised, your demands more focused, your priorities clearer. All true, but in this moment, mostly irrelevant. Here is the key: if we want a mass and deep-rooted social movement of the left to re-emerge and transform the United States, we must welcome the many different streams, needs, desires, goals, energies and enthusiasms that inspire and sustain social movements. Now is the time to invite, welcome and gather them, in all their profusion and confusion.“ Richard Wolff

Í stuttu máli þurfum við að legga á hilluna rasisma gagnvart ólíkum skoðunum hvors annars og hafna eiginhagsmunapoti. Við verðum að sameinast eins og setulið ýmissa borga gera í dag. Við verðum að hafna sérvisku. Við verðum að hafa það að leiðarljósi að óvinur þinn er óvinur minn. Við verðum að skilja það að ef við bjóðum fram klofið þá þá mun fjórflokkurinn smeygja sér þar inn og sundra okkur.

Guðs blessun væri þá í því fólgin að grasrótin stæði vel saman, stæði staðföst í fæturna og án þess að bakka.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur