Föstudagur 14.10.2011 - 20:59 - FB ummæli ()

15 Október eða hundur í bandi

Á morgun er mikilvægur dagur. Á morgun er 15 október. Á morgun hefur fjöldahreyfing um allann heim gefið þér möguleika á því að mótmæla. Þú getur mótmælt hvernig er komið fyrir þér. Það er minnihluti þjóðarinnar sem á fyrir skuldum og getur staðið í skilum. Enn minni hluti þjóðarinnar græðir á kreppunni. Ef þessir hópar eru sáttir við að hinir borgi brúsann fyrig þá sitja þeir heima.

Við hin mætum því við erum ekki sátt við að tapa aleigunni, ævistarfinu og heilsunni bara til þess að fámenn klíka hafi það gott. Að spilavítishegðun bankakerfisins sé færð yfir á almenning, skattgreiðendur, án minnstu mótstöðu er í hæsta máta óeðlilegt. Hvernig er hægt að sætta sig við að skuldir bankakerfisins séu okkar, skuldir sem við höfðum ekkert með að gera þegar til þeirra var stofnað. Skuldir sem við fengum enga bónus greiðslur fyrir að stofna. Skuldir sem við fáum í hausinn þegar það hentar bankakerfinu.

Við verðum að skilja hvers vegna kjörnir fulltrúar okkar fara að einu og öllu eftir fyrirmælum bankakerfisins. Hvers vegna eru kjörnir fulltrúar okkar ekki hræddir við okkur. Hvers vegna eru kjörnir fulltrúar okkar meira hrædddir við bankana? Hvers vegna upplifum við kjörna fulltrúa okkar sem millilið, valdið er bankakerfisins, það hefur alltaf síðasta orðið. Kjörnir fulltrúar okkar tilkynna okkur bara ákvörðun bankakerfisins að við skulum borga fyrir mistök bankanna.

Ef kjörnir fulltrúar okkar eru bara sendiboðar bankakerfisins er ekkert lýðræði. Við höfum ekki kosið neina bankastjóra. Þess vegna eru kosningar bara formsatriði. Það sannast best á reynslu okkar Íslendinga. Hverju lofaði ekki Steingrímur, hverjar eru efndirnar? Hann er bara vikapiltur bankakerfisins, það hefði ekki skipt neinu máli hvern við hefðum kosið.

Bankarnir eru einvaldar í dag, þeir stjórna!

Þú getur mótmælt stöðu þinni!

Þú getur mótmælt að lýðræðið er liði undir lok!

Þú getur krafist þess að lýðræðið verði endurreist!

Þú verður að skilja að vald bankanna er valdið til að framleiða peningana okkar. Ef einhver þarf pening, ríki, sveitafélög, fyrirtæki eða einstaklingar, þá verða þeir að fá þá hjá bönkunum. Til að almenningur fái aftur valdið þarf almenningur aftur að fá valdið til að búa til peningan sína á eigin forsendum. Þegar við höfum endurheimt valdið til að búa til peningana okkar þá er fyrst kominn timi til að ræða pólitík. Þangað til erum við hundur í bandi.

Mætum öll á Lækjartorg kl 15:00 á morgun, 15 okt 2011!!


Alþjóðleg yfirlýsing

15. október — Sameinumst í baráttunni fyrir hnattrænum breytingum

Tilkynning frá 15. októberhreyfingunni – Mótmæli gegn fjármálaveldi og alvöru lýðræðis krafist í 662 borgum í 79 löndum.

Sjá Facebook viðburð.

Sjá vefsíðu um viðburðinn á heimsvísu.

Hinn 15. október mun almenningur um heim allan fara út á götur og torg. Frá Ameríku til Asíu, frá Afríku til Evrópu rís fólk upp til að krefjast réttar síns og alvöru lýðræðis. Tími er kominn til að við sameinumst í friðsömum mótmælum um heim allan.

Núverandi valdhafar vinna einungis í þágu örfárra og hundsa bæði vilja meirihlutans og þann fórnarkostnað sem mannfólk og umhverfi verður að bera. Þetta er óþolandi staða sem verður að taka enda.

Við munum einum rómi gefa stjórnmálamönnunum, og fjármálaelítunni sem þeir þjóna, til kynna að það er okkar, fólksins, 99 prósentanna, að ákveða okkar eigin framtíð. Við erum ekki vörur í þeirra höndum til að höndla með, né heldur í höndum bankamannanna sem eru ekki fulltrúar okkar.

Hinn 15. október ætlum við að hittast á götum úti og hefja þær hnattrænu breytingar sem við viljum sjá. Við munum mótmæla friðsamlega, ræða saman og skipuleggja okkur þar til við náum þeim fram.

Tími er kominn til að sameinast. Tími er kominn fyrir þá að hlusta.

Almenningur um allan heim, rísum upp 15. október.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur