Miðvikudagur 26.10.2011 - 18:41 - FB ummæli ()

Okkjúpæ Hörpuna

Á morgun verður ráðstefna í Hörpunni til heiðurs Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gestgjafar eru fyrsta íslenska vinstri stjórnin með afgerandi meirihluta á Alþingi. Hann hefur verið samviskusamlega nýttur til að framfylgja fyrirmælum AGS. Venjulegir Íslendingar hafa þurft að bera kostnaðinn af herkænsku AGS og nokkrir þeirra hafa skrifað bréf til gestafyrirlesarana. Þrír mætir menn hafa einnig skrifað bréf í tilefni ráðstefnunar og þeir eru Gunnar Tómasson, Ólafur Arnarsson og Michael Hudson. Einnig er mjög gott viðtal við Michael Hudson á „the real news network“. Hudson er ekki að skafa utan af hlutunum og kallar Samfylkinguna „fasista partí“. Reyndar á Samfylkingin ýmsar hliðstæður í öðrum social demokratískum flokkum í Evrópu. Þar sem slíkir flokkar sitja og standa eins og bankarnir vilja þá er í raun ekki um neitt lýðræði að ræða að mati Hudson.

„We stand ready to take any further measures that may become appropriate for this purpose. We will consult with the Fund on the adoption of any such

measures and in advance of revisions to the policies contained in this letter, in accordance with the Fund’s policies on such consultation.“

Þessi grein er alltaf til staðar í öllum samningum sem ríkisstjórnir gera við AGS og það á líka við um Ísland. Þess vegna er það augljóst að AGS stjórnar en ekki ríkisstjórnin. Þess vegna er fyrrnefnd ráðstefna til þess ætluð að auka hróður AGS. Auk þess er augljóst að lýðræðið er brostið. Kjörnir fulltrúar okkar afhenda valdið okkar skilyrðislaust í hendur aðila sem við höfum aldrei kosið til að sinna okkar málum. AGS sinnir þörfum bankaveldisins en ekki okkar og það hafa margir fengið að kynnast á eigin skinni.

Ef þú ert ekki sátt/sáttur við að lýðræðið hafi verið hrifsað frá þér, að bankarnir ráði öllu og þú þurfir að bera mistök þeirra þá mætir þú á mótmælin við Hörpu á morgun. Annað er svik við sjálfan þig og þó sérstaklega börnin okkar sem munu erfa landið okkar, það er að segja það sem eftir verður í eigu okkar.

Við erum 99% og ef við sameinumst þá erum við meirihlutinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur