Þriðjudagur 01.11.2011 - 22:43 - FB ummæli ()

We’re gonna sink or swim together. That’s our choice right now.

Í Grikklandi ætlar Papandreou að bjóða grísku þjóðinni upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um nýjasta björgunarpakka ESB. Í honum er áframhaldandi niðurskurður og einkavæðing. Einnig er um 50% afskriftir á skuldum Grikkja. Þegar rýnt er í tölurnar verða þjóðarskuldir Grikkja eftir það svipaðar og 2009 en þá þurftu þeir aðstoð ESB. Þannig að í raun breytist ekkert.

Papandreou er að rétta þjóð sinni kaleikinn og vill að hún bergi á honum sjálfviljug. Ástæðan er að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hans hefur gríska þjóðin ekki viljað drekka mjöðinn hans. Landið er að verða stjórnlaust og borgarleg óhlýðni fer vaxandi. Stærstu mótmæli og verkföll í sögu landsins eru veruleiki. Ekkert lát virðist vera á þeim.

Venjulega krefst almenningur þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma vitinu fyrir kjörna fulltrúa sína. Þegar valdhafarnir bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslu eru þeir í vanda og reyna að hræða þjóðina til hlýðni.

Mótmælendur í Grikklandi standa saman að lang stærstum hluta. Þeir skynja heildarmyndina en gleyma sér ekki í smáatriðum. Þess vegna er Papandreou í vandræðum. Sömu sögu er að segja frá mótmælunum í Bandaríkjunum. Þar er samstaðan mjög góð og ef þau mótmæli vaxa sem þau virðast gera þá mun Obama fyrr en síðar lenda í vandræðum eins og Papandreou.

Jóhanna og Steingrímur getað prísað sig sæla að búa ekki við jafn samheldna andstöðu á Íslandi og þess vegna er veldi þeirra ekki ógnað. Það sem Íslendingar neita að horfast í augu við er staðreyndin að „We’re gonna sink or swim together.  That’s our choice right now“.

Ef bönkum og fjármálavaldinu verður að ósk sinni munum við, þessi 99%, sökkva. Við munum gera það saman og þá verður enginn skortur á samheldni, bara of seint.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur