Sunnudagur 06.11.2011 - 00:14 - FB ummæli ()

Skuldin er helvíti

Tilveran er í raun og veru geggjuð þrátt fyrir að stofnanir ungi út hámenntuðum einstaklingum út um allar trissur. Núna er yfirvofandi innrás í Íran þrátt fyrir að Líbíu mönnum hafi varla unnist tími til að grafa sína nánustu eftir að við heimsóttum þá. Við sprengdum bræður okkar í tætlur með háþróaðri tækni og ætlum að halda því áfram. Verktakar í Evrópu sjá mikla möguleika á því að byggja upp aftur það sem samlandar þeirra sprengdu.

Hver bankakreppan á fætur annarri leggur í rúst þjóðfélög um víða veröld. Fátækt, heilsubrestur og dauði fylgja í kjölfarið. Síðan þarf mikið fé til að byggja upp aftur. Styrjaldir eru réttlættar með því að betri menn séu að myrða verri menn. Sá yðar sem syndlaus er…

Að frátalinni sök flatskjársins þá eru kreppur til komnar vegna vitsmuna markaðarins. Hann er;

}  Ekki reyna að binda markaðinn með lögum, hann er sterkari en lögin þín(omnipotent=almáttugur).

}  Ekki reyna að stjórna niðurstöðum, markaðurinn veit alltaf betur(omniscient=alvitur).

}  Gerðu hið rétta og markaðurinn mun verðlauna þig(beneficent=blessunarríkur)

}  Amen,,,hallelúja…

Þetta er lýsing á trú, trúarbrögðum og prestarnir eru hagfræðingar. Helvíti er skuldin.

Þegar saga okkar verður rituð seinna meir verður ekki sagt að þjóðir hafi lotið yfirþjóðlegri stjórn Páfagarðs heldur yfirþjóðlegri stjórn bankakerfisins. Þjóðir og löggjafarsamkundur þeirra eru ofurseldar valdi lánadrottna. Heilaþvotturinn hefur gengið svo nærri okkur að við teljum það sjálfsagt að heil þjóðfélög séu lögð í rúst til að hægt sé að greiða skuldir. Flatskjárkenningin ryður allri skynsemi á brott og þjóðir eru léttvægar fundnar frammi fyrir dómi heimspressunnar. Það er sérkennilegt að fátt breytist, við brugðumst alveg eins við þegar við réttlættum fyrir okkur nornabrennur til forna.

Höfum við gengið veginn til góðs?

Getum við ekki numið staðar og sammælst um að það að drepa  mann er rangt. Getum við ekki sammælst um að fátækt, hungur og heilsubrestur sé ekki hluti af skuldauppgjöri við banka.

Valdið er peninganna og þeirra sem búa þá til. Þeir sem stjórna magni peninga í umferð ráða örlögum einstaklinga og þjóða. Styrjaldir og kreppur stjórnast af græðgi einstaklinga sem hafa valdið yfir peningamyndun. Slíkt vald á ekki heima hjá einkafyrirtækjum eins og bönkum. Slíkt vald verður að lúta stjórn almennings með lýðræðsilegum hætti.

Árið 2008 „þurrkuðust upp lánalínur til Íslands“, þ.e.a.s. þá hættu peningar skyndilega að vera aðgengilegir íslensku þjóðfélagi og þeirri framleiðslu sem við stunduðum. Sú hegðun var borin upp á markaðinn, með sömu formerkjum og Alnæmi sé refsing Guðs.

Nei það var meðvituð ákvöðrun og slík ákvörðun hefði aldrei verið tekin ef almenningur hefði verið hafður með í ráðum með lýðræðsilegum hætti. Þá hefðum við farið aðra leið við að leiðrétta ofurskuldsett þjóðfélag.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur