Þriðjudagur 08.11.2011 - 20:20 - FB ummæli ()

Verðbólga og þingmenn

Er verðbólga ekki að hver króna verður verðminni á tímaeiningu? Við getum keypt minni verðmæti fyrir hverja krónu.

Breyturnar eru þá fjöldi króna og magn verðmæta.

Ef allur peningur í heiminum er 1000 krónur og öll verðmæti heimsins eru 10 þingmenn, þá kostar hver þingmaður 100 kall-að jafnaði.

Ef við aukum magn peninga í heiminum í milljón krónur og höfum eftir sem áður 10 þingmenn þá er hver þingmaður 100 þús króna virði-að jafnaði. Núna þurfum við að nota miklu mun fleiri krónur per þingmann, þeas hver króna er verðminni, þe verðbólga.

Spurningin er hvort það eru þingmennirnir sem eru vandamálið, fjöldi peninga eða mælieiningin á verðbólguna.

Ef magn verðmæta og peninga breytist ekki verður engin verðbólga, ekki satt?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur