Föstudagur 02.12.2011 - 20:15 - FB ummæli ()

Samráðsfundur í Grasrótarmiðstöðinni

Á morgun mun Frjálslyndi flokkurinn halda samráðsfund en hann er haldinn á milli  Landsfunda sem eru annað hvert ár. Funurinn verður haldinn í nýju Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 og hefst kl. 13:00.

Dagskráin er eftirfarandi;

Samráðsfundur Frjálslynda flokksins verður haldin laugardaginn þann 3. desember  nk og hefst fundurinn kl: 13, í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4, Reykjavík.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

1. Setning , Sigurjón Þórðarson, formaður.

2. Styrmir Gunnarsson, þjóðfélagsrýnir og fyrrverandi ritstjóri.

3. Lýður Árnason, læknir og stjórnlagaráðsfulltrúi.

Starf vinnuhópa

a) Guðjón Arnar Kristjánsson, velferðar og tryggingamál.

b) Ásta Hafberg, lýðræði og stjórnsýsla.

c) Grétar Mar Jónsson, auðlindir  og sjávarútvegur.

d) Sigurjón Þórðarson,  landbúnaðar- og umhverfismál, samráð við aðra flokka og hreyfingar .

17:30 Samantekt vinnuhópa kynnt og umræður til 18:30.

Ef einhvern tíman hefur verið ástæða til að mæta og ræða málin þá er það núna. Ástandið á Íslandi er mjög sérkennilegt og óvenjulegt í alla staði. Bankahrun sem var orsakað af græðgi og fyrirhyggjuleysi lítils minnihluta landsmanna hefur valdið stórum hluta landsmanna miklu tjóni. Margir hafa misst heimili sín. Margir hafa misst fyrirtækin sín sem þeir hafa byggt upp með miklu striti áratugum saman. Margir hafa misst allar eigur sína og jafnvel heilsuna líka. Þúsundir Íslendinga hafa flúið land.

Velferðakerfið hefur verið skorið veruleg niður.

Lítil elíta hefur náð undir sig bankakerfi landsins og blóðmjólkar þjóðina miskunarlaust. Það er gert með fullu samþykki og blessun fyrstu vinstri stjórnar landsins sem hafði sterkan meirihluta á Íslandi. Henni var í lófa lagið að uppfylla kosningaloforðin en ákvað að gerast strengjabrúða bankavaldsins.

Bankakerfið nánast bannar kjörnum fulltrúm okkar að breyta kvótakerfinu vegna þess að þeir gætu skaðast efnahagslega. Ástæða þess er glæfralegar lánveitingar út á óveiddan fisk sem verður að flokkast sem hæpin veðsetning. Þar með eru veiðimennirnir orðnir skuldaþrælar bankakerfisins og arðurinn af auðlindinni okkar rennur því að stórum hluta inn í bankana. Að bankarnir setji eigin gróða fram yfir afnám mannréttindabrota kvótakerfisins er hugsanlega skiljanlegt en að þeir og LÍÚ samsteypan geti kúgað ráðherra til þess sama sínir svo ekki verður um villst að valdið er ekki hjá almenningi né kjörnum fulltrúum hans.

Þess vegna þurfum við nýja stjórnaskrá þar sem valdið er fært til almennings.

Fréttir frá Evrópu eru skelfilegar þessa dagana. Evran hangir á bláþræði og er þess valdandi að kjörnir fulltrúa Evrópuríkjanna sitja og standa eins og fjármálaelítan/bankarnir vilja. Nú skal sett á stofn yfirþjóðlegt fjármálvald í Brussel. Það mun ákveða fjárlög ríkjanna í ESB. Þar verður sett á oddinn að bæta bönkunum allt hugsanlegt tjón sem þeir verða fyrir án tillits til hversu heimskulega þeir hafa hagað sér. Þetta er svipað og að foreldrarnir afhendi unglingunum á heimilinu krítarkortin sín. Allt annað verður skorið niður eins og velferðin, atvinnuleysi mun verða landlægt og kaupið mun hrapa. Þar með verður öll heimsbyggðin að lokum orðin ein stór „sweatshop“.

Frjálslyndi flokkurinn barðist gegn skuldsetningu fyrir hrun en fékk aðhlátur að launum. Hann barðist fyrir nýrri stjórnarskrá með þjóðaratkvæðagreiðslum til að færa valdið til almennings. Flokkurinn hefur alla tíð barist gegn verðtryggingunni. Auk þess hefur flokkurinn verði einna ötulasti talsmaður þess að hið illræmda kvótakerfi verði aflagt og mannréttindabrotum linni þar með á Íslandi. Flokkurinn hefur barist fyrir auðlindum í þjóðareigu og þess vegna ásamt mörgum öðrum ástæðum verið andsnúinn aðild að ESB.

Flokkurinn hefur aldrei fengið náð fyrir augum fjármálaelítunnar á Íslandi og þess vegna hefur starf hans einkennst af baráttu einstaklinga fyrir hugsjónum sínum. Fjórflokkurinn hefur lifað góðu lífi fjárhagslega vegna þess að hann hefur ekki skort fjármuni elítunnar. Enda virðast kosninglaoforð fjórflokksins eingöngu notuð í aðdraganda kosninga en ekki eftir þær.

Ég hvet alla hugsandi einstaklinga til að mæta og rökræða málin. Um kvöldið verður glögg og gleðskapur og aldrei að vita nema að menn verði eitthvað gleggri þegar degi tekur að halla.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur