Föstudagur 30.12.2011 - 00:12 - FB ummæli ()

Merkel og vandi ESB

Í lok síðasta mánaðar áttu Þjóðverjar í vandræðum með að selja ríkisskuldabréf. Þeir seldu um helminginn af þeim skuldabréfum sem þeir ætluðu sér. Rætt var um misheppnað útboð. Afleiðingin varð hinn alkunni „titringur á mörkuðum“ og evran lét eitthvað undan. Menn óttuðust jafnvel að þýskaland væri að fara til fjandans. Tveim dögum seinna var ítalska ríkið með ríkisskuldaútboð og þau bréf runnu út eins og heitar lummur.

Bankarnir voru bara að láta Merkel vita hver ræður.

Ríkisstjórnir fjármagna útgjöld sín með sköttum og það sem upp á vantar er fjármagnað með sölu ríkisskuldabréfa. Flest öll ríki þurfa að gefa út ríkisskuldabréf til að endar nái saman.

Ríkisskuldabréf er skuldaviðurkenning. Ríkið lofar eiganda bréfsins að endurgreiða honum þá upphæð sem skráð er á bréfið. Merkel getur skrifað á ríkisskuldabréfið sitt milljón evrur og lofar að endurgreiða þær á 10 árum. Síðan kaupir einhver bréfið, oftast bankar, og afhenda Merkel milljón evrur og Merkel getur þá byggt skóla og sjúkrahús fyrir þýskan almenning.

Samkvæmt reglum ESB verður Merkel að fá peninga lánaða hjá bönkunum á þennen hátt, hún má ekki búa til peningana sjálf. Þess vegna stjórna bankarnir Merkel eins og öðrum skuldsettum aðilum.

Strax eftir hið misheppnaða útboð kom Merkel fram og lofaði öllu fögru til að friðþægja fjármálaveldið, hún skildi fyrr en skall í tönnum.

Það sem er merkilegast er að peningar eru bara verkfæri til að flytja verðmæti frá einum stað til annars. Bankar hafa einkaleyfi á því að búa til peningana okkar. Bankar eru einkafyrirtæki. Bankar hafa aldrei verið kosnir til að stjórna örlögum okkar en þeir stjórna þeim fulltrúm sem við kjósum til þess. Þar að auki búa þeir til peningana úr engu.

Það sem er lang merkilegast er að við sættum okkur við þetta án nokkurrar umræðu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur