Föstudagur 27.01.2012 - 23:39 - FB ummæli ()

I Want To Breake Free…

Seinni heimstyrjöldin er mjög lærdómsríkur kafli í mannkynssögunni fyrir okkur í dag. Bæði er að ekki er langt síðan hún gerðist og heimildir eru margar, þökk sé skráningaráráttu Þjóðverja. Hún kennir okkur margt um mannlegt eðli og viðbrögð almennings við ógnum.
Nazistar hnepptu milljónir í þrælkunarbúðir sem unnu myrkranna á milli fyrir Þriðja ríkið. Þeir sem urðu veikir eða þoldu ekki álagið dóu drottni sínum. Manneskjan var nýtt sem ódýrt vinnuafl í þágu hagsmuna fárra. Vonir, draumar eða framtíðaráætlanir fjölskyldna enduðu í hungri eða gasklefum. Með valdi naut valdastéttin þeirra mannréttinda að fylgjast með börnum sínum vaxa úr grasi og taka við keflinu en svifta hina því.
Fangaverðirnir voru miklu færri en fangarnir. Þess vegna hefðu fangarnir sennilega sigrað ef þeir hefðu staðið saman. Þess í stað taldi hver einstaklingur að ef hann væri duglegur og hlýðinn þá myndi hann frekar lifa af. Þess vegna var friður í fangabúðunum. Gyðingagettóið í Warsjá var skipulega tæmt af fólki í útrýmingabúðirnar. Þegar þeir sem eftir voru áttuðu sig á því að Nazistarnir ætluðu að eyða þeim öllum þá gerðu þeir uppreisn.
Hinir Pólverjarnir sem ekki voru gyðingar hjálpuðu ekki gyðingunum sérstaklega mikið því þeir hugsuðu líka að ef ég er hlýðinn og góður þá slepp ég kannski. Ef þeir hefðu staðið með gyðingunum þá hefði baráttan orðið Þjóðverjum mun erfiðari. Síðan gerðu Pólverjarnir uppreisn seinna en þá voru allir gyðingarnir dánir og andstaðan veikari.
Okkur finnst sjálfsagt í dag fáranlegt að kúgararnir geti komið inn slíkum fordómum hjá þeim kúguðu og þannig komið í veg fyrir að þeir geti unnið saman. Í þá daga gátu ekki allir samþykkt að vinna með gyðingum vegna þess að þeir voru gyðingar. Þrátt fyrir það sátu allir í sömu súpunni og hefðu átt að standa saman sem Pólverjar.
Í dag, 27 janúar, er dagurinn þegar Rússar frelsuðu síðustu fangana úr Auschwitz og Treblinka. Þá var það allt of seint fyrir allar þær milljónir sem þjáðust og dóu.
Í raun hefur lítið breyst nema að umbúðirnar eru svolítið öðruvísi. Fólk er hneppt í skudlafangelsi og vinnur myrkranna á milli. Þeir sem þola ekki álagið fá nánast að deyja drottni sínum því velferðarkerfið er skorði niður skipulega. Ódýrt vinnuafl verður til og ódýrar fasteignir fyrir bankana .
Enn í dag erum við miklu fleiri en fangaverðirnir. Ef við stæðum saman væri valdið okkar. Við hneykslumst á lang afa og ömmu að þau skyldu ekki brjóta hlekki valdsins af sér með sameiginlegu átaki. Okkur er eins farið. Því við trúum því hvert og eitt að ef við erum hlýðin og góð þá sleppum við, kannski. Við horfum á eftir vinum og kunningum í gjaldþrot. Við vitum að bankinn munn svifta þau öllum eigum þeirra. Ræna af þeim öllum ævisparnaði þeirra, öllu stritinu. Við vitum að bankinn mun kljúfa fjölskyldur.
Við vitum að vonir, draumar og framtíðaráætlanir fjölskyldna munu enda á báli kreppunnar. Við vitum að með valdi mun valdstéttin einoka þau mannréttindi að fylgjast með börnum sínum vaxa úr grasi án skorts og taka við keflinu.
Ætlum við ekkert að læra af sögunni, þurfum við alltaf að finna upp hjólið. Ef við gætum sameinast. Bara tímabundið. Þó við séum ekki öll nákvæmlega eins. Þó við túlkum ekki tilveruna nákvæmlega eins. Þó við séum ekki ákkúrat á réttum stað á hinum pólitíska kvarða, upp á millimeter. Þó við séum gyðingar eða með bólu á nefinu. Allt þetta hefur valdastéttin troðið inn í höfðið á okkur svo að við stöndum ekki saman. Það er ömurlegt að horfa upp á árangur hennar.
I want to breake free from the financial system… en þá verðum við að standa saman og þá er valdið okkar. Við verðum að hætta að dæma samherjana eftir gæðastaðli valdastéttarinnar.
Er það hámark eigingirninnar að vilja eyða dögum líf síns í öryggi hlekkjanna í stað þess að brjótast undan þeim í þágu barnanna okkar. Kannski er það heimska að hugleysi. Það er að minnsta kosti manninum eðlislægt að bregðast of seint við kúgun.
Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir því að við erum með tilveruna að láni hjá börnunum okkar og ber að skila henni í jafn góðu ásikomulagi til þeirra. Í raun höfum við ekki neina undankomu því fyrsti gráturinn var undirskrift okkar.
I want to breake free from the financial system…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur