Færslur fyrir febrúar, 2012

Föstudagur 24.02 2012 - 20:35

Peningaprentun og skuldir heimilanna

Algengast er að peningar séu búnir til af tveimur aðilum í þjóðfélaginu. Ríkið/Seðlabankinn býr til seðla og mynt sem við höfum í veskinu til daglegs brúks. Það er eingöngu um 1-5% af öllum peningum. Hinn hlutinn um 95-99% er búinn til af bönkum. Framleiðsla seðla og myntar stjórnast af þörf þjóðfélagsins fyrir peninga í þessu […]

Miðvikudagur 22.02 2012 - 17:08

Gömlu góðu prinsipin

Það læðist að manni sá grunur að Grikkjum verði hent út úr evrusvæðinu á næstu árum. Þegar gluggað er í viðtöl hagfræðinga og bankamanna í Evrópu virðist sem halda eigi Grikkjum á floti um einhvern óákveðinn tíma. Það er eins og menn séu að bíða eftir einhverju. Þetta eitthvað hlýtur að vera eitthvað stórt. Það […]

Laugardagur 18.02 2012 - 21:26

Við erum öll Grikkir í dag

Við héldum samstöðufund með Grikkjum í dag í Grasrótarmiðstöðinni. Þar lásum við upp yfirlýsingu frá Greek Debt Audit Campaign sem er að finna á heimasíðu attac Island,           Ég flutti þar ræðu sem ég birti hér(örlítið stytta). Við erum komin hér saman í dag til að sýna grísku þjóðinni samstöðu. Við […]

Fimmtudagur 16.02 2012 - 23:25

Grikkland og dýrbítarnir

Mörg grísk börn mæta svöng í skólann og eru svöng allan daginn. Nýlega er hafið starf við skólamáltíðir handa þeim. Tugþúsundir lítilla fyrirtækja hafa farið á hausinn. Þar fór strit og draumar þúsundir fjölskyldna fyrir lítið. Þúsundir ríkisstarfsmanna hafa misst vinnuna. Strax á að segja upp 15.000 manns og til viðbótar 150. 000 fram til […]

Fimmtudagur 16.02 2012 - 01:10

„Ekki eins og Frjálslyndi flokkurinn“……

Siggi stormur sagði í Silfri Egils þann 12. febrúar 2012 að Samstaða vildi innkalla kvótann en ekki breyta kvótakerfinu „eins og Frjálslyndi flokkurinn ætlar að gera“. Auk þess notar hann orðalagið „ á morgun“. Að gera þjóðinni upp þá heimsku að hún trúi því að eitthvert stjórnmálaafl ætli að breyta slíku kerfi eins og kvótakerfinu […]

Miðvikudagur 15.02 2012 - 00:01

Bjarni fann sig í vissu uppnámi

Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann og félagar hans hafi gripið inn í þegar staðan var komin í „vist uppnám“. Því er augljóst að lögfræðingurinn Bjarni Ben var með hlutina á hreinu um hvað snéri upp eða niður. Lögfræðingar lúslesa venjulega alla samninga, velta fyrir sér málfari og hvort eitthvað geti orkað tvímælis. Þannig […]

Sunnudagur 12.02 2012 - 20:29

Nafnlausi flokkurinn

Dagurinn í dag var merkilegur fyrir hóp einstaklinga. Hópurinn hóf ferli sem á að enda með stofnun stjórnmálaflokks. Undirbúningshópur sem var samansettur m.a. af meðlimum Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar, Frjálslynda flokksins, fulltrúum Fullveldissinna og ýmissa annarra. Undirbúningshópurinn lagði fram drög að lögum og kjarnastefnu. Væntanlega í mars mun framhaldsstofnfundur ljúka lagagerð og kjarnastefnu. Lög þessa nýja nafnlausa […]

Föstudagur 10.02 2012 - 23:49

Það er þetta með þorskhausana

Allt þetta kjörtímabil hafa sjávarútvegsmálin verið mikið í umræðunni og ekki síst vegna endurtekinna umræðu um þau mál á vettvangi Alþingis. Sú stefna sem hefur verið rekin undanfarin ár kemur til af fylgi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins við slíka stefnu. Reyndar studdu ýmsir af forkólfum núverandi ríkisstjórnarflokka núverandi stefnu í sjávarútvegsmálum á sínum tíma. Þegar almenningur […]

Föstudagur 03.02 2012 - 22:53

Dýr flatskjár

Það hófst bankakreppa árið 2007 og stendur enn, hún er verri núna en þá. Það sem hefur gerst í aðalatriðum er að dælt hefur verið gríðarlega miklu fjármagni inn í gjaldþrota banka og þessir fjármunir verða að skuldum almennings. Á Íslandi voru þrír einkabankar endurreistir að kröfu AGS. Það kostaði okkur 64% af einni þjóðarframleiðslu. […]

Fimmtudagur 02.02 2012 - 00:11

Afnám lýðræðis í Evrópusambandinu

30. janúar voru leiðtogar ESB að samþykkja reglur um fjármálastjórn ESB og væntanlegan sjóð til styrktar skuldsettum þjóðum innan ESB. Kynnum okkur aðeins nánar reglurnar um ríkisfjármálin. TREATY ON STABILITY, COORDINATION AND GOVERNANCE IN THE ECONOMIC AND MONETARY UNION http://www.european-council.europa.eu/media/579087/treaty.pdf Megin hugsunin í þessum nýja samningi milli evru þóða er að skuldir verði greiddar án […]

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur