Sunnudagur 12.02.2012 - 20:29 - FB ummæli ()

Nafnlausi flokkurinn

Dagurinn í dag var merkilegur fyrir hóp einstaklinga. Hópurinn hóf ferli sem á að enda með stofnun stjórnmálaflokks. Undirbúningshópur sem var samansettur m.a. af meðlimum Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar, Frjálslynda flokksins, fulltrúum Fullveldissinna og ýmissa annarra. Undirbúningshópurinn lagði fram drög að lögum og kjarnastefnu.

Væntanlega í mars mun framhaldsstofnfundur ljúka lagagerð og kjarnastefnu.
Lög þessa nýja nafnlausa afls taka mikið mið af tillögum Lýðræðisfélagsins Öldunnar. Þar er lögð mikil áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð og að leita sátta. Fundurinn í dag var prófsteinn á meinta lýðræðisást framboðsins. Að mínu mati stóðst hópurinn prófið með ágætum. Einstaklingar fengu að viðra skoðanir sínar að vild, umræðan var málefnaleg og sterk tilhneiging til að leita sátta. Sú sterka skynjun að oft var þörf en nú sé nauðsyn sameinaði menn og nauðsynlegt sé að fá alla vopnfæra menn upp á dekk.
Stofnaðir voru margir málefnahópar og var mikill áhugi hjá fundarmönnum að skrá sig í þá. Það lofar strax góðu. Verkefni málefnahópanna verður að vinna áfram með drögin og fjölmargar tillögur sem fram komu á fundinum. Afstaða verður svo tekin til málefna og laganna á framhaldsstofnfundinum.

Ég tel að króinn hafi fæðst með nokkuð eðlilegum hætti í dag, án tangar eða keisara. Þar sem þetta framboð hefur markað sér þá stefnu að vera lýðræðislegt í vinnubrögðum mun myndun þess taka tíma. Jafnvel þarf að nema staðar, hlusta, íhuga og framkvæma svo. Lýðræðið er vandasamt form sem krefst vinnu og aga. Við erum þó öll sammála um að það er það form sem við teljum henta samskiptum manna einna best.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur