Miðvikudagur 15.02.2012 - 00:01 - FB ummæli ()

Bjarni fann sig í vissu uppnámi

Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann og félagar hans hafi gripið inn í þegar staðan var komin í „vist uppnám“. Því er augljóst að lögfræðingurinn Bjarni Ben var með hlutina á hreinu um hvað snéri upp eða niður. Lögfræðingar lúslesa venjulega alla samninga, velta fyrir sér málfari og hvort eitthvað geti orkað tvímælis. Þannig vinna lögfræðingar, eiga að vinna þannig og eru menntaðir til þess. Að skrifa undir samning með rangri dagssetningu er æði sérkennilegt. Það virðist vera frekar brask en vönduð vinnubrögð.
Sérkennilegt að tala um bankakerfi sem er komið í þrot að það sé komið í „vist uppnám“.
Þetta „vist uppnám“ varð þess valdandi að feðgarnir seldu öll hlutabréf  sín fyrir hundruði milljóna. Þeir vissu eins og góð skipsrotta að hin hinsta för var í aðsigi. Það eina sem skorti á þessi „eðlilegu“ viðskipti var að þeir hefðu mátt bjóða fleirum með sér niður landfestarnar, t.d. þjóð sinni.
Er ekki kóngurinn í Valhöll kominn í „vist uppnám“.
Hvað sem er rétt eða rangt í þessu máli þá vona ég svo innilega að Bjarni Ben haldi stöðu sinni sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bæði munu andstæðingar flokksins  hafa höggstað á honum en það sem er þó mikilvægara að hugsanlegt er að umbótaröfl innan Sjálfstæðisflokksins munu hreinsa til í flokknum. Sennilega borin von en samt…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur