Miðvikudagur 22.02.2012 - 17:08 - FB ummæli ()

Gömlu góðu prinsipin

Það læðist að manni sá grunur að Grikkjum verði hent út úr evrusvæðinu á næstu árum. Þegar gluggað er í viðtöl hagfræðinga og bankamanna í Evrópu virðist sem halda eigi Grikkjum á floti um einhvern óákveðinn tíma. Það er eins og menn séu að bíða eftir einhverju. Þetta eitthvað hlýtur að vera eitthvað stórt. Það fer víða núna að bandarískir bankar hafi veðjað á að Grikklandi færi ekki í gjaldþrot. Ef það gengur ekki eftir verða þeir bandarísku fyrir svo miklu tjóni fara þeir á hausinn. Sennilega er verið að kippa þessum veðmálum í liðinn og á meðan má Grikkland ekki fara á hausinn.

Bankamenn sjá vandamálið sem ógreiddar skuldir og ríkisstjórnir verði að hlaupa undir bagga, ekkert sé sjálfsagðara. Almenningur verður síðan að herða sultarólina. Bankamenn eru að sjálfsögðu að gæta hagsmuna sinna en að þeim takist að fá alla stjórnmálamenn inn á þessa línu ásamt flest öllum fréttamönnum er harla sérkennilegt þegar haft er í huga að bankar eru einkafyrirtæki.

Það er nokkuð ljóst að bankar sem einkafyrirtæki hafa með óábyrgri lánastarfsemi keyrt sig í þrot. Það væri því eðlilegt að þeir færu þá í gjaldþrot. Í stað þess hafa bankarnir krafist þess að ríkisjóðir viðkomandi landa gangi í ábyrgð og dæli inn peningum til bæta þeim upp tapið vegna glannalegs reksturs þeirra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrrópusambandið mæta venjulega á staðinn til að tryggja það að þeir sem lánuðu viðkomandi bönkum missi ekki spón úr aski sínum.

Írar hafa reynt að róta í haugnum. Með þeim gögnum sem tiltæk eru venjulegum hagfræðingum. Virðist sem megnið af skuldum Íra sé tilkomið vegna illa rekinna banka sem fóru glannalega í lánastarfsemi sinni. Minnihluti skulda Íra hefur eitthvað með rekstur samfélagsins að gera s.s. velferðarkerfið og slíkt. Sagan bendir til að þetta eigi við rök að styðjast eins og dæmið með Ekvador kennir okkur. Skuldirnar eru því oft ólögmætar. Auk þess hefur almenningur ekki hugmynd hverjum hann er að greiða alla þessa peninga. Til viðbótar koma ómennskar kröfur um niðurskurð á velferðarkerfinu og skattahækkanir á almening.

Þessi lyfseðill eða aðferðafræði er vel þekkt frá starfi AGS í þriðja heiminum. Núna hefur ESB tileinkað sér þessa stefnu líka og til að sannfæra meistarann gengur sveinninn heldur harðar fram en AGS ef eitthvað er. Það sem er svo merkilegt er að margir af þeim hugsunatönkum sem töldu sig vera örlítið til vinstri og hafa gagnrýnt AGS í gegnum tíðina eru núna í klappliðunu á Íslandi. Áróður um spillt stjórnvöld og lata svertingja var áður fyrr flokkað af viðkomandi sem argasta lygi og rasismi af hálfu AGS. Þegar ESB segir aftur á móti að Grikkir séu spilltir og latir þá er því trúað eins og nýju neti þrátt fyrir að menn fara bara eftir gamalli forskrift AGS og hamfarakapítalistanna. Þeir sem áður fordæmdu illa meðferð kapitalistanna frá Bandaríkjunum á Afríkubúum jóðla núna í takt með AGS/ESB eins og söfnuður sem er yfirfullur af heilögum anda.

Prinsipin eru eins og segl sem hagað er eftir vindi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur