Sunnudagur 04.03.2012 - 02:42 - FB ummæli ()

Evran; valdboð eða lýðræði

Evrópa brennur. Mótmæli eru vaxandi. Almenningi er ofboðið í Evrópu. Aþena brann um daginn. Fréttir berast eftir krókaleiðum að mótmæli á Spáni hafi endað með brunnum húsum og bílum. Netþræðir eru stútfullir af andstöðu, ályktunum gegn framkvæmdavaldi ESB og skipulagningu á frekari mótmælum gegn framkvæmdavaldi ESB. Núna er ekki rætt um einhver blómamótmæli heldur alvöru occupy.

Almenningur í Evrópu krefst í dag lýðræðislegs ESB þar sem almmeningur hefur völd en ekki bankar. „Brake free from the power of finance“ er slagorð víðsvegar um Evrópu. Almenningur í Evrópu krefst nýs Evrópusáttmála sem er byggður á lýðræði og að almenningur skrifi hann sjálfur-ný stjórnarskrá Íslands er þar fordæmi.

Boðskapur framkvæmdavalds ESB er; launalækkanir, skerðing á eftirlaunum, skerðing á réttindum launþega, skerðing á lýðræðsilegum réttindum almennings, afnám sjálfstjórnar sjálfstæðra ríkja, niðurskuðrur í heilbrigðis-mennta-félagsmála. Skattahækkanir sem koma verst niður á þeim sem minna mega sín en hlífa þeim betur settu.

Boðskapur framkvæmdavalds ESB er sniðinn að þörfum banka og þeirra sem eru best settir.

Boðskapur framkvæmdavalds ESB í dag er akkúrat það sem Jóhanna, Steingrímur og ASÍ hafa barist gegn alla tíð-nema í dag.

Að þeirra mati þá væri;

það skelfilegt að á Íslandi kæmist fólk til valda sem leiðrétti lánakjör lánþega með þeim afleiðingum að þúsundir heimila væru ekki undir hamrinum á degi hverjum. Að Íslendingar myndu afnema verðbólguna sjálfir. Að einhver önnur lausn sé á peningamálum Íslands en evran. Þetta allt er svo skelfilegt því þá er ekki hægt að reka Íslendinga inn í Evrópusambandið-eins og hverja aðra sauði í rétt.

Ef við myndum leysa okkar vandamál sjálf yrði alltaf fyrsta verkið að henda út óhæfu setuliði á Alþingi-stjórnsýslu og verkalýðshreyfingu. Síðan ef við myndum leysa okkar vandamál sjálf-verðbólguna, skuldir heimilanna, peningamálin- þá tækjum við svipuna úr hendi þeirra sem vilja okkur inn í ESB. Þar með myndi tilgangurinn að tilvist þeirra gufa upp.

Það er full þörf á því að íslensk alþýða setji smalahundana á sinn bás til að forða þjóðinni frá frekari iðraveiki.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur