Föstudagur 16.03.2012 - 21:36 - FB ummæli ()

Lýðræðið er vinna

Íslensk þjóðarsál er sennilega margbrotið fyrirbæri. Þrátt fyrir það tel ég að við fylgjum nokkurn veginn svipuðum ferlum og aðrir.

Til að mynda þá er almenn óánægja með ástandið á Íslandi sérstaklega hjá þeim sem voru og eru með skuldir. Mjög margir hafa orðið gjaldþrota, bæði einstaklingar eða fyrirtæki. Núverandi ríkisstjórn sem var kosin vegna loforða sem aldrei sáu dagsins ljós er ekki vinsæl. Margir vilja breytingu frá hefðbundinni fjórflokka pólitík á Íslandi. Að minnsta kosti eru margir sem gagnrýna núverandi valdhafa.

Á sunnudaginn 18. mars gefst almenningi kostur á því að máta sig við nýjan stjórnmálaflokk sem er fæddur en ekki meira en svo. Núna vantar skírnavotta og uppalendur. Króinn hefur gengið undir nafninu Breiðfylkingin sem er vinnuheiti. Hugmyndir að lögum og kjarnastefnu hefur hann búið til. Nú bíður hann upp á dans sá litli og þar kemur þú inn í myndina.

Aðstandendur Breiðfylkingarinnar hafa kappkostað að skapa lýðræðislegan flokk. Sú umgjörð krefst mikils umburðarlyndis, virðingar fyrir skoðunum annarra og þolinmæði því oft þarf að ræða málin lengi og vel þangað til menn átta sig á því að þeir eru og hafa alltaf verið sammála. Tekið hefur verið mikið mið af hugmyndum Öldunnar um hvernig lög flokka skulu vera svo þeir séu sem lýðræðislegastir. Þetta fyrirkomulag, þ.e. lýðræðið, er tafsamt, snúið og krefjandi en við teljum það þó þjóna fjöldanum best og til lengdar. Við teljum að þá séu meiri líkur á því að hefð skapist fyrir því að almenningur fylgi stefnunni frekar en einhverjum foringjum eða stjörnum augnabliksins.

Þess vegna viljum við bjóða öllum sem áhuga hafa á því að starfa í lýðræðslegum flokki að mæta á sunnudaginn 18. mars 2012  á Grand hótel í Reykjavík. Á þessum seinni stofnfundi verður tekin afstaða til margra hluta því það verður fyrst á þessum stofnfundi sem stefnan verður ákveðin. Þess vegna getur þú haft áhrif. Auk þess á eftir að taka afstöðu til margra álitamála sem mun verða tekist á um í málefnahópum.

Sem sagt, við sem stöndum að þessu höfum skaffað mest allt hráefnið en nú er komið að þér að matreiða sjálfan réttinn. Spurningin er því hvort íslenska þjóðarsálin aðhyllist klassískt eldhús þar sem allir leggja sitt á vogarskálina við eldamenskuna eða hvort hún er orðin háð hraðafgreiðslu á skyndibitamat búin til úr einhverju sem enginn veit hvað er. Ef þú mætir og tekur þátt þá veistu að minsta kosti hvert er innihaldið.

Lýðræðið er vinna, sorry, en þú ert hjartanlega velkomin og Ísland þarfnast þín.

Breidfylking_Heilsida_final

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Skúli Ármannsson
Var læknir á Landspítalanum en starfa núna í Svíþjóð. Kvæntur og á fjögur börn, hund og átti kött. Fæddur dreifbýlismaður-Kópavoginum-flutti síðan til borgarinnar. Bjó um tíma á Patreksfirði og var við sérnám í Svíþjóð um níu ára skeið. Er virkur í  Dögun. Tekið þátt í búsáhaldarbyltingunni síðan hún hófst. Er meðlimur attac samtakanna á Íslandi.
RSS straumur: RSS straumur